Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 16
Tímarit Máls og menningar ekki komist heim til að láta þvo af sér, þó að það væru hafm helgarfrí í apríl. Eg áræddi ekki að nálgast hann um of til þess að heyra framburð hans. Var hann kannski einn af þeim sem átti engan að til að komast í bað hjá og huga að fötum sínum. Þó að ég reyndi að leyna því hversu starsýnt mér var á hann, tók hann eftir því að ég glápti á hann. Hann fór hjá sér, blygðaðist sín fyrir útganginn á sér og ég sá að hann óskaði þess að gólfið gleypti hann svo að hann kæmist undan athygli þessa nýja slána í sjoppunni. Ekki voru allir slorugir upp fyrir haus, síður en svo. Þetta skiptist nokkurn veginn til helminga. Hinir hreinu voru allir í nýþvegnum fötum og með hreint, nývatnsgreitt hár. Það voru þeir sem gátu hlaupið heim til mömmu, systur eða frænku og farið úr slorgallanum þar og skolað saltið og hreistrið úr hárinu áður en þeir færu niður í sjoppu til að hitta strákana og ræða málin um borð án þess að eiga á hættu að Kallinn eða Stýri heyrðu til. Þeir þurftu ekki að geyma allt sitt hafurtask fyrir heila vertíð ofan í lúkar og stela frá kokknum heitu vatni úr vatnspottinum á kabissunni, sem Kokksi ætlaði að nota í uppvask eða í kaffi, til að nudda blóðinu af andliti og höndum. Sturta — svoleiðis munaður þekktist ekki nema á stærstu bátunum. Vatnið er alltaf svo kalt í krananum, þó að menn reyndu að koma höfðinu undir kranann freyðir ekki sjampóið, það er of kalt til að leysa upp saltströnglana i hárinu. Á sjó eru þvottavélar aðeins til í blaðaauglýsing- um og orðabókum. 142
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.