Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 16
Tímarit Máls og menningar
ekki komist heim til að láta þvo af sér, þó að það væru hafm helgarfrí í
apríl. Eg áræddi ekki að nálgast hann um of til þess að heyra framburð
hans. Var hann kannski einn af þeim sem átti engan að til að komast í bað
hjá og huga að fötum sínum. Þó að ég reyndi að leyna því hversu starsýnt
mér var á hann, tók hann eftir því að ég glápti á hann. Hann fór hjá sér,
blygðaðist sín fyrir útganginn á sér og ég sá að hann óskaði þess að gólfið
gleypti hann svo að hann kæmist undan athygli þessa nýja slána í
sjoppunni.
Ekki voru allir slorugir upp fyrir haus, síður en svo. Þetta skiptist
nokkurn veginn til helminga. Hinir hreinu voru allir í nýþvegnum fötum
og með hreint, nývatnsgreitt hár. Það voru þeir sem gátu hlaupið heim til
mömmu, systur eða frænku og farið úr slorgallanum þar og skolað saltið
og hreistrið úr hárinu áður en þeir færu niður í sjoppu til að hitta strákana
og ræða málin um borð án þess að eiga á hættu að Kallinn eða Stýri
heyrðu til. Þeir þurftu ekki að geyma allt sitt hafurtask fyrir heila vertíð
ofan í lúkar og stela frá kokknum heitu vatni úr vatnspottinum á
kabissunni, sem Kokksi ætlaði að nota í uppvask eða í kaffi, til að nudda
blóðinu af andliti og höndum.
Sturta — svoleiðis munaður þekktist ekki nema á stærstu bátunum.
Vatnið er alltaf svo kalt í krananum, þó að menn reyndu að koma höfðinu
undir kranann freyðir ekki sjampóið, það er of kalt til að leysa upp
saltströnglana i hárinu. Á sjó eru þvottavélar aðeins til í blaðaauglýsing-
um og orðabókum.
142