Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 17
Jósef Kristjánsson
Skýrsla um hreyfingu
meðal farandverkafólks
Vor í Vestmannaeyjum
Hér muri reynt að rekja helstu drætti í þróun þeirrar hreyfingar sem hófst meðal
farandverkafólks í fyrrasumar i Vestmannaeyjum. Eigi að setja hreyfingunni
einhvern upphafspunkt verður hann nákvæmast settur á fundinn sem haldinn
var 7. júlí þar sem kröfur hreyfingarinnar litu fyrst dagsins ljós. En skoðum fyrst
litillega jarðveginn sem hreyfingin sprettur upp úr. Vorvertíð í Eyjum hafði
verið með eindæmum léleg, og er líða tók á sumarið var vinna einnig lítil. Þegar
greiða þurfti 60% af dagvinnutekjum fyrir fæði og síðan tekið af laununum til
greiðslu á skatti, útsvari og öðrum gjöldum voru launaumslögin þunn, a. m. k.
hjá sumum.
Að sögn farandverkafólks sem þarna var var sumt fólkið í skuld við útgerð-
arfyrirtækin og fiskvinnslustöðvarnar; hlekkjað við fyrirtækin og ástandið. En
slík staða var þó ekkert óvenjuleg meðal farandverkafólks. Hliðstæðar aðstæður
hafa alltaf komið upp annað veifið á verstöðvum hér og þar án þess að þær hafi
alið af sér hreyfingu. Fleira þurfti því að koma til.
Upphaf samfélagslegra hrcyfinga er samtvinnað af þróun óskyldra þátta í
umhverfinu, þar sem hver um sig virðist að stofni til lúta sínum eigin þróun-
arlögmálum. Þegar svo þróunin tendrar þessa þræði saman virðist oft við fyrstu
sýn sem tilviljun ráði því, þó forsenda slíks sé fólgin í samfélagsumhverfinu í
heild. En sem betur fer eru þess einnig dæmi að framsækin öfl eða einstaklingar
geti, með réttum skilningi á umhverfinu, hagnýtt sér aðstæður til að hrinda af
stað hreyfingu sem síðan heldur áfram.
I Eyjum þetta sumar var staddur farandverkamaður að nafni Þorlákur Krist-
insson. Hann hafði þá um nokkurt skeið reynt að hrinda af stað baráttu fyrir
málefnum farandverkafólks. Tveimur árum áður hafði hann gert borða með
kröfunni „Full samningsbundin réttindi til handa farandverkafólki“ og séð til
þcss að hann yrði borinn í kröfugöngu Rauðrar verkalýðseiningar 1. mai.
Oþreytandi virtist hann í að reyna að sýna „róttæklingum“ fram á nauðsyn þess
að þessum hluta verkalýðsstéttarinnar væri sinnt og á þeim verstöðvum þar sem
143