Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Qupperneq 21
Hreyfing meðal farandverkafólks
hann vildi ekkert með fólk eins og mig hafa.“
„ViÖ viljum að fólk sé ánægt,“ voru lokaorÖ hans.
Farandverkafólk boðaði samstundis til annars fundar laugardaginn 14. júlí til að
ræða kröfur sínar og viðbrögð atvinnurekenda. Á fundinn var boðið full-
trúum verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda. Einnig kaus farandverkafólkið
hjá Vinnslustöðinni sér trúnaðarmenn og steig þar með fyrsta skrefið til fram-
gangs krafnanna. Brottreksturinn hratt af stað annarri skriðu í fjölmiðlum, og
nú fór áhrifanna að gæta víðar. Miðstjórn ASI ræddi málefni farandverkafólks á
fundi 11. júlí. Ákvað miðstjórnin að styðja þetta verkafólk í baráttu þess og
bauðst til að senda fulltrúa á fýrirhugaðan fund í Eyjum. Jafnframt var ákveðið
að skrifa til verkalýðsfélaga í sjávarplássum og minna á að þau gæti hagsmuna
þessa fólks ekki síður en eigin félaga. — „Miðstjórnin mun stuðla að því að
gerður verði sérstakur rammasamningur um kjör farandverkafólks fýrir næstu
samninga," segir í frétt í Þjóðviljanum.
Á fundinum í Eyjum mætti einnig Guðmundur J. Guðmundsson form.
VMSI, og í frásögn Þjóðviljans af ræðu hans segir m. a.:
Guðmundur J. Guðmundsson sté þvínæst í stólinn og sagði að verkalýðshreyf-
ingin hefði mátt taka málefni farandverkafólks upp fyrir löngu. Það væri stað-
reynd að það væri oft óvarið fyrir ýmis konar misrétti, s. s. lélegu húsnæði og
fáránlegri verðlagningu á mat. Hann undirstrikaði jafnframt, að þessi barátta
tengdist baráttu alls annars láglaunafólks í landinu.
„í þessu landi væri bókstaflega ekki hægt að reka undirstöðuatvinnugreinarnar
án farandverkafólks. Það á því fýllilega sinn rétt, og sannarlega var kominn tími
til að það léti í sér heyra,“ sagði Guðmundur. Hann brýndi fólk til baráttu og
sagði að menn yrðu að vera á verði, svo málið sofnaði ekki í nefndafargani.
Guðmundur tilkynnti fundinum, að Verkamannasambandið hefði ákveðið að
Þegar ég var að vinna í Vestmannaeyjum fékk ég hugmyndina að þessari mynd.
Verkstjórinn í frystihúsinu sem ég vann í kom að máli við trúnaöarmanninn í pökkunarsalnum
Og spurði hann hvort honum fyndist ekki óþarfi allt þetta klósettráp á konunum i vinnutímanum.
Verkstjóri þessi kom á eftir konunum væru þær „of lengi“, þvi kannski voru þær bara að stelast i
pásu og fá sér að reykja.
Kauptrygginguna set ég svona upp vegna þess að ég frétti af atburði sem átti sér stað i öðru
frystihúsi i Eyjum. Halda átti foreldrafund á öðru barnaheimilinu kl. 11 að morgni. Nokkrar
konur báðu um fri til að komast á fúndinn. Þá sagði verkstjórinn: „Ef þið farið missið. þiö
kauptrygginguna."
Konurnar mega helst ekki veikjast eða taka sér frí þvi þá eiga þær á hættu að missa
kauptrygginguna. Einnig geta þær ekki neitað aö vinna einhverja vinnu, t.d. að vinna við
sildarflökun i iskulda niðri í móttöku, ef þær vilja heldur vera á borði uppi i sal.
147