Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 27
Hreyfing meðal farandverkafólks
auk þess sem ætlast var til að áhugafólk frá þeim stéttarfélögum þar sem
sjávarútvegur er aðalatvinnugrein mætti einnig.
Á ráðstefnuna mættu hins vegar engir nema meirihluti stjórnar Sjómanna-
sambandsins, og svo áhugafólk um verkalýðsmál úr Reykjavík. Ef til vill þess
vegna varð ráðstefnan merkilegri en ella. í stað innihaldslausra langhunda
forystufólks sem allt vill láta ljós sitt skína, en slíkt er helsta einkenni á öllum
samkomum verkalýðshreyfingarinnar, talaði verkafólkið sjálft um kjör sín og
vinnuaðstæður.
Þegar þátttakendur gengu til sæta í upphafi ráðstefnunnar lá dreifirit bar-
áttuhópsins efst í þeim gagnastafla sem tekinn hafði verið saman handa sér-
hverjum þátttakanda og olli þegar í stað sprengingu.
Óskar Vigfússon forseti sté í pontu og fordæmdi þær ómaklegu árásir á
Sjómannasambandið sem dreifirit þetta innihéldi. Sagði hann málefni farand-
verkafólks Sjómannasambandinu óviðkomandi. Á miðstjórnarfundi ASÍ hefði
verið ákveðið að VMSI tæki að sér málefni farandverkafólks. Mátti helst á
Óskari skilja að endimörk verksviðs Sjómannasambandsins væru við skipshlið.
Það væri aðbúnaðurinn og kjörin um borð í bátunum sem væru viðfangsefnið.
Aðbúnaður og félagslegar aðstæður í landi væru Sjómannasambandinu óvið-
komandi. Ekki vildi Óskar fallast á að hluti sjómanna væru farandverkamenn.
Annaðhvort væru engir sjómenn farandverkamenn eða allir, því bátarnir sigldu
jú fram og aftur um sjóinn.
Ekki eru þó allir forystumenn sjómanna á sama máli. Valur Valsson, einn
atkvæðamesti leiðtogi sjómanna, a. m. k. af yngri kynslóðinni — sá sem Ragnar
Arnalds sakar nú nýverið um buslugang því hann brýst um á hæl og hnakka í
því pólitíska niðurfalli sem Alþýðubandalagið er nú allt saman að verða komið
ofan í — sagði á fundinum 14. júlí skv. Þjóðviljanum:
„Valur Valsson sjómaður vildi undirstrika að ekki væri ótítt að hclmingur
farandverkafólks væru sjómenn. Aðbúnaður þeirra væri oft enn verri en fólks í
landi, og nefndi dæmi þar um. Farandsjómenn þyrftu líka að greiða hærra fæði, a.
m. k. í Eyjum. Menn mættu því ekki gleyma sjómönnum þegar kjör farand-
verkafólks væru rædd.“
I könnun sem gerð var á mannafla sjávarútvegsins 1961 af Hagstofu Islands
kemur fram að þá var þriðjungur togarasjómanna farandsjómenn, eða 1.033.
Enginn þeirra bjó í húsnæði útgerðar.
Af bátasjómönnum var 41% eða 2.066 farandsjómenn. 20% þeirra bjuggu í
húsnæði útgerðar. Þeir farandsjómenn sem ekki búa í húsnæði útgerðar búa
153