Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 31
Hreyfing meðal farandverkafólks
góðum árangri þegar vaxið hafa fram frjóangar sjálfstæðrar baráttu einangraðs
verkafólks. Ut úr þessum vitahring varð hópurinn að brjótast. Verkalýðsforyst-
an hafði lofað opinberlega stuðningi við baráttuna. Lá þá ekki beinast við að
hafa samband við hana og fara fram á að einhvers staðar í öllum þeim þúsundum
fermetra sem hin skipulagða verkalýðshreyfing á og notar undir starfsemi sina
hér i Reykjavík fengi hópurinn hillu í horni fyrir gögnin sín og aðgang að síma,
þó ekki væri nema örlítinn hluta úr degi?
Var nú rætt við Alþýðusambandið sem afgreiddi málið samstundis með þvi
að í húsnæði þess væri hver fersentimeter gjörnýttur og þar sem Verkamanna-
sambandið hefði tekið að sér málefni farandverkafólks lægi beinna við að
hópurinn fengi þessa aðstöðu hjá því. Var þá haft samband við formann
Verkamannasambandsins og honum sagt frá fyrirhugaðri starfsemi hópsins á
vorvertíð og kringum samningana. Utskýrð var nauðsyn fasts samastaðar og
honum jafnframt sagt að hópurinn hefði ekki fjármagn til að taka sérstakt
húsnæði á leigu, innrétta það og koma sér upp aðstöðu. Hann mundi þvi
neyðast til að leita til pólitískra samtaka, en hópnum hafði verið boðin aðstoð
bæði af hálfu Alþýðubandalagsins og Fylkingarinnar í húsnæðismálum, og ef
hópurinn neyddist til þess þá yrði hann að gera grein fyrir því opinbei lega að
hann hefði ekki fengið inni hjá verkalýðshreyfmgunni. Formaður Verka-
mannasambandsins tók sér umhugsunarfrest í viku, og þegar vika var liðin fram
yfir þann frest náðist loks samband við hann og fulltrúar frá hópnum voru
boðaðir til fundar með honum. Á þeim fundi kom fram að Verkamannasam-
bandið hefði enga aðstöðu til að eftirláta hópnum samastað fyrir þessa starfsemi
og sýndist nú fokið í flest skjól. Það mun þá hafa verið Eðvarð Sigurðsson sem
benti á það að Dagsbrún hefði yfir að ráða herbergi sem að mestu væri notað
fyrir einstaka fundi og fræðslustarf félagsins og hugsanlegt væri að hópurinn
gæti fengið þar inni. Það varð úr að Dagsbrún lét hópnum í té þetta herbergi og
þvi fylgdi einkasími Eðvarðs. Þetta húsnæði var hópnum látið í té endur-
gjaldslaust og símareikningur hópsins er ennþá í vinnslu á Dagsbrúnarskrif-
stofunum.
Víkjum nú aftur að kynningarfundinum sem ráðgerður var í Félagsstofnun.
Hann þótti sem slíkur takast nokkuð vel og vísast í því sambandi til Þjóðviljans,
Verkalýðsblaðsins og Neista frá þessum tíma. Það var þó miður að sú tilraun
hópsins til að draga verkalýðsforystuna til umræðna um stöðu mála fór út um
þúfur og orsakir þess eru eftirfarandi:
Sú kjaramálaráðstefna sem Verkamannasambandið lýsti sig ákveðið í að boða
fyrir jól var ekki haldin fyrr en eftir áramót og boðuð sama dag og fundurinn var
157