Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 33
Hreyfing meðal farandverkafólks
Er þetta talandi dæmi um samskipti Baráttuhópsins við Alþýðusamband ís-
lands.
Þegar hér var komið sögu var hópurinn orðinn alvarlega uggandi um að
verkalýðshreyfingin hygðist sleppa því að taka upp kröfur farandverkafólks í
komandi samningum því að á kjaramálaráðstefnu VMSI var ekki minnst á
málefni farandverkafólks einu orði. Lagði því hópurinn mikla áherslu á að safna
fólki saman, eins og ráðgert hafði verið, fyrir utan kjaramálaráðstefnu ASÍ sem
haldin var viku seinna. Mætti hópurinn þar með kröfur á borðum, dreiflrit og
kvikmyndavélar, en kvikmyndun þeirrar starfsemi sem farið hefur fram á vegum
þessa hóps hefur verið sinnt nokkuð reglulega og vonandi leiðir það til góðrar
heimildamyndar um starfsemi hópsins.
Svo fór á kjaramálaráðstefnu ASÍ að kröfum farandverkafólks var hnýtt aftast
á kröfulista Alþýðusambandsins með fáum orðum, en það spurðist út að forseti
Alþýðusambandsins hefði talað fýrir þeim þar inni með þeim orðum að hvað
sem mætti um afstöðu þessa Baráttuhóps til verkalýðsforystunnar segja þá væri
ljóst að farandverkafólk væri mjög afskipt og fýrir það yrði eitthvað að gera. Þær
kröfur sem Alþýðusambandið tók upp voru þær að sett verði upp sérstök
reglugerð um verbúðarhúsnæði; í stað fulls fæðis var krafist að sett yrði
hámarksverð á fæði og samið um greiðslu ferðakostnaðar í stað frís ferðakostn-
aðar. Einnig var krafist rammasamnings um kjör farandverkafólks í landbúnaði,
en sú krafa bættist við á fundinum í Félagsstofnun. Þar mætti farandverkafólk
sem starfað hafði í landbúnaði og lýsti með dæmum nauðsyn slíks samnings. Á
þær kröfur farandverkafólks sem að verkalýðsforystunni sneru var ekki minnst
einu orði.
Skipulagt starf hefst
Eftir að hópurinn komst í skrifstofuhúsnæði efldist starfsemi hans til muna.
Unnar voru upp spjaldskrár og skipuleg gagnasöfnun hafin. Eitt fyrsta verk
hópsins var að skrifa öllum almennu verkalýðsfélögunum bréf, en þau eru milli
40 og 50 að tölu. Með þessu bréfi sendi hópurinn kröfurnar á íslensku og ensku
auk skýrsluforms fýrir lýsingu á verbúðahúsnæði sem hópurinn hafði látið gera.
Voru málefni farandverkafólks lauslega reifuð í bréfi þessu og starfsemi hópsins
kynnt. Verkalýðsfélögin voru sérstaklega beðin um að taka þessi mál til umræðu
á fundum sínum og upplýsa hópinn um þau sjónarmið sem þar kæmu fram.
Auk þess voru félögin beðin að lýsa undangengnum samskiptum sínum við
farandverkafólk, veita upplýsingar um fjölda þess á viðkomandi félagssvæði og í
159