Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 51
Verbúðalíf fyrir stríð
Viðtal við Olafíu Þórðardóttur í Sandgerði
Ólafía Þórðardóttir cr fædd vestur á Barðaströnd 1906. Hún fór 19 ára gömul að heiman,
fyrst til Tálknafjarðar, síðan til Stykkishólms og Reykjavíkur og var vinnustúlka á
heimilum um árabil. Um þrítugt gerðist hún ráðskona við bát i Sandgerði, vann við það
í nokkur ár, en giftist siðan og stofnaði þar heimili og vann reyndar jafnframt úti lengst
af. A sildarárunum saltaði hún nokkur sumur fyrir sunnan og austan. Sem vinnukona,
verbúðaráðskona og söltunarstúlka hefur Ólafia þvi reynslu af aðbúnaði og helstu
störfum farandverkafólks á þessari öld. Við hittum Ólafiu í mötuneyti Miðness hf. þar
sem hún er nú matráðskona. Við gripum niður í samtali okkar þar sem hún segir frá
aðdraganda þess að hún gerðist ráðskona í verbúðum og frá kjörum og aðbúnaði við þau
störf.
— Vinkona mín, sem ég fór oft til þegar ég átti frí, þekkti mann sem hafði verið
hér suður með sjó og vissi um skipstjóra sem mundi vanta ráðskonu. Og ég
þurfti að fá hærra kaup en ég hafði, og ég bað hana að hlera eftir þessu. Svo
kemur þessi vinkona mín til mín og segir mér að þeir séu búnir að fá ráðskonu
og það geti ekkert orðið af þessu. Ég var þá hjá Pétri Guðmundssyni í Málar-
anum. Eg var ekki fastráðin þar en ákveðin að vera þangað til mér byðist
eitthvað sem væri betur launað. Svo einn daginn er hringt í mig og þá er ég
spurð að því hvort ég geti komið strax, þeir séu búnir að missa ráðskonuna.
Þeim hafi ekki líkað við hana og hún sé farin. Báturinn hét Egill Skallagrímsson,
og Guðni Jónsson hét skipstjórinn. Ég varð náttúrlega voða spennt, og hálf-
kvíðin samt, og svo þurfti maður að stynja þessu upp við húsmóðurina sem var
óskaplega góð kona, Halldóra Samúelsdóttir. Styn þessu nú upp, að ég verði nú
að fara, að ég telji mig ekki vera að svíkja þau neitt, en ég fái þarna hærri laun og
þurfi á því að halda. Hún var nú ósköp leið yfir þessu.
Svo kemur þessi góði skipstjóri. Ég man það eins og það væri núna að ég var
að þvo þvott niðri í kjallara og veit ekki íyrri til en þessi maður stendur inni á
gólfi og segir: „Geturðu komið strax?“ Alveg umbúðalaust. Mér vafðist tunga
um tönn og bað um umhugsunarfrest, en það varð úr að ég fór hingað tveimur
dögum síðar með rútu. Þetta var um vetur, 20. febrúar, og ég óð snjóinn upp að
ökla alveg inn að dyrunum þar sem ég átti að búa. Það var hér uppi á Salthúslofti
173
L