Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 63
Eins og dýr í búri
strákurinn sem býr í verbúðunum (hann er íslenskur) lætur sig venjulega hverfa
meðan á þcssum „kraftaverkum“ stcndur.
Þegar líður á nóttina verða „hetjurnar" okkar þreyttar, og vilja fara að stunda
mannleg samskipti. Kannski eru þeir að bæta okkur upp hvað við lifum
einangruðu lífi? Þeir bjóða upp á vodka úr flösku sem gengur frá manni til
manns, frá munni til munns. Klukkan verður fimm, kannski sex að morgni,
vodkinn er búinn, einhver er að reykja síðustu sígarettuna og deilir henni með
hinum. Það er bráðum kominn dagur. Húsið er eins og eftir náttúruhamfarir, en
hetjunum þreyttu, súpermönnunum, dettur ekki í hug að fara heim. Þeir eiga
heima annars staðar, en við neyðumst til að verða um kyrrt, við eigum „heima“
þarna.
Nú vilja þeir komast í þægileg rúm og helst vilja þeir hafa einhvern hjá sér.
Þeir eru svo „heillandi“ og „ómótstæðilegir“ að það verða líklega engin vand-
ræði með það —enda eru þeir býsna ágengir þótt dauðadrukknir séu. Þess vegna
er eins gott að gera ekkert veður út af smámunum og neita góðu boði um
rekkjunaut. Ef þú gerir það verður þú að fara út. Kannski er aukarúm i hinu
,,hús-búrinu“, ef ekki þá er það verst fyrir sjálfa þig. Úti er nótt.
Næsta morgun spyr verkstjórinn hissa hvers vegna við mætum ekki í vinnu.
Þessir útlendingar eru svo latir, ekki veit ég hvers vegna er verið að flytja þetta
hingað inn, segir hann.
Maður, líttu þér nœr!
Nú erum við búnar að læra að það er hægt að vera „vinsamlegur" á ýmsa vegu
og „skemmta sér“ á fleiri en einn hátt. Finnst okkur þetta ekkert gaman? Það var
nú verst!
Það væri hægt að skrifa langan kafla í viðbót um veruleikann í vinnunni —
öll skítverkin sem við erum settar í, þau verstu af þeim slæmu, launin okkar sem
við vitum ekkert hvernig eru reiknuð út, því er haldið vandlega leyndu þangað
til við förum, bónusinn sem þær bestu okkar fá aldrei í verksmiðjunni. Samn-
ingar verkalýðsfélaganna við atvinnurekendur eru okkur ráðgáta fram á síðustu
stund. Af hverju er þetta svona? Eg hef oft velt því fýrir mér. Kannski getið þið
fundið svör við því fyrir mig.
Og minnist þess áður en þið farið næst að harma kjör erlendra verkamanna í
öðrum löndum, t. d. Tyrkja í Þýskalandi, að það væri kannski ekki svo galið að
kanna hagi erlendra verkamanna hér á landi. Þeir eru að vinna ykkur í hag og líf
þeirra er ekki „dans á rósum“ fyrir „fjallháa hauga af gulli“ eins og okkur var
L