Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 65
A mi Óskarsson
„Vinna sofa éta þegja ...
Athugun á textagerð um sjómennsku og vertíðarlíf.
Hér verður fjallað um söngtexta, sem hafa sjómennsku og vertíðarlíf að yrkis-
efni. Þar er fyrst að telja hefðbundin „sjómannalög“ sem dynja á hlustum fólks
áratug eftir áratug og gefa býsna einhæfa mynd af viðfangsefninu. Sú mynd
verður hér tekin til athugunar og reynt að draga fram helstu einkenni þessarar
íslensku goðsögu um sjómanninn. Sömuleiðis verða baráttusöngvar farand-
verkafólks skoðaðir, en þeim virðist m. a. ætlað það hlutverk að afhjúpa þessa
goðsögn.
Það er hlutverk goðsagna i borgaralegu þjóðfélagi að veita ákveðnum sögu-
legum fyrirbærum „náttúrulega“ og „eilífa“ réttlætingu. Goðsögnin gefur
„náttúrulega“ mynd af ákveðnum sögulegum veruleika, hún rænir hann bæði
sögulegum og pólitískum eiginleikum. Hugtök borgaralegrar hugmyndafræði
eru í samræmi við þetta, þar kemur t. d. orðið „borgarastétt“ ekki fyrir.
Goðsagnir af þessu tagi gegna augljóslega mikilvægu hlutverki í því að viðhalda
því hugmyndalega forræði, sem ráðandi stétt reisir völd sín á. Það hvílir á
„sjálfsprottnu“ samþykki undirokaðra þjóðfélagshópa. Þeir samþykkja m. ö. o.
undirokun sina og völd borgarastéttarinnar fá á sig eðlilegt og óhjákvæmilegt
yfirbragð. Borgaraleg hugmyndafræði birtist fólki sem algild; ráðandi stétt talar
í nafni „almennings“, „þjóðarinnar“, „mannkynsins“ og þvær burtu allar mót-
sagnir.
En forræði valdastéttarinnar er óstöðugt í eðli sínu og sú mynd sem goð-
sögnin gefur af sögulegum veruleika endist ekki um aldur og ævi. Það er ætíð
hægt að afhjúpa hana og háð er barátta fyrir nýjum skilgreiningum, merkingum
og táknum til að tjá lifaða reynslu. Ríkjandi forræðisstefna er aldrei ein að verki.
A hverjum tíma er fyrir hendi pólitísk og menningarleg starfsemi, sem er í
beinni andstöðu við hana.
Þetta er rétt að hafa hugfast um leið og við skoðum þær goðsagnir sem verið
hafa á kreiki, m. a. í dægurlagatextum, þegar fjallað er um sjómenn og ver-
tíðarlífið. Allir þekkja þá mynd af sjómönnum, sem einkennt hefur dægur-
lagatexta síðustu áratuga. Þeir eru hetjur hafsins, sem vinna að því með karl-
187