Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 67
,,Vinna sofa éta þegja . .
Heima í landi bíða hans svo laun erfiðisins í sælureit fjölskyldunnar, sem vega
upp á móti allri nauð:
En handan við kólguna kalda
býr kona, sem fagnar í nótt
og raular við bláeygan sofandi son,
og systur hans þaggandi hljótt:
Sértu velkominn heim, sértu velkominn heim,
að vestan er siglt gegnum ís:
Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim.
Og Hornbjarg úr djúpinu rís.
Stundum er þó erfið glíma sjómannsins við náttúruöflin gerð að aðalyrkisefni
og þá lögð áhersla á hetjuskap hans. Söngurinn um Olaf sjómann eftir Jenna
Jóns er af því taginu. Fyrstu tvö erindin lýsa miskunnarlausri baráttu við
sjávarguðinn, en í þriðja erindi er söðlað um og dregin upp mynd af einingu
manns og nátturu:
Hann Olafur sjómaður sagði það sínar ær og kýr
að segja fólkinu sögur um sjómennskuævintýr.
Hann hafði á hafinu barizt
og hetjudáð sýnt og reynt
og válegum brotum varizt
og vegið að öldunni beint.
Er hafaldan háa við himininn gnæfir
og er hart er, stormasamt og kalt,
þá vex mönnum kjarkur, kraftur og þor
og kappið er þúsundfalt.
Eg uni mér úti á sænum
við öldunnar ljúfa nið
og bátnum svo vært hún vaggar
og veitir mér yndi og frið.
I mynd dægurlagatextanna af sjómannslífinu ríkir það sem við gætum kallað
ofurvægi jákvæðra þátta. Jákvæðu þættirnir vega þyngra á metunum en þeir
neikvæðu (þ. e. a. s. ef þeir neikvæðu eru yfirleitt nefndir á nafn). Óblíð
náttúruöfl, kuldi og vosbúð falla í skuggann af hetjuskap sjómannsins, sem
189