Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 70
Tímarit Máls og menningar
Textar Gylfa hafa stundum nokkuð aðrar áherslur en þorri sjómannatexta.
En þeir víkja þó ekki frá reglunni í flestum grundvallaratriðum. Þær sjó-
mannstýpur sem hann lýsir sameina t. d. gjarnan hreystilega framkomu og
ómótstæðilegan kynþokka. Viðhorfið til kvenna einkennist af karlrembu. Þær
eru oftastnær auðsveip leikföng sjómannanna. Textinn um Skara sjómann er t.
d. mjög dæmigerður hefðbundinn sjómannatexti. Hann byrjar svona:
Hann var sjómaður stór
og í siglingar fór
um gjörvallan heim,
en í landi hann drakk
og að drengjunum stakk
djörfum sögum
því nóg var af þeim.
Hann kunni að slást
og við konur að fást,
þær karlinn af einlægum hug
elskuðu allar hreint,
og þær gerðu ei leynt,
öllum öðmm þær
visuðu á bug.
Við höfum nú skoðað nokkuð þá texta sem hafa sjómannslífið að yrkisefni.
Fágætari eru lýsingar á verkafólki í fiskiðnaði, enda kannski erfiðara að færa það
í ævintýralegan búning. Þó eru til býsna glaðbeittir textar um fiskvinnsluna.
Einn þeirra er söngurinn um Maju litlu eftir Ása í Bæ, sem byrjar svona:
Á gallabuxum og gúmmískóm
hún gengur árla dags
í fiskiverið svo frísk og kát,
og flakar til sólarlags.
Síðan fáum við að vita að Maja er afbragð annarra meyja á stöðinni. Hún er
vinsælust hjá strákunum, flakar allra best og hlær eins og sumarblær. Sama
lífsgleði og heiðríkja ríkir í laginu Oft er fjör í eyjum (Texti E. A. við erlent
lag);
Það er fjör í Eyjum, þegar fiskast þar.
Þar flaka og pakka flestar stúlkurnar,
192