Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 71
,,Vinna sofa éta þegja . . .“ og sjómenn þar sækja þorskinn út í haf, og stundum þeir hlaða næstum allt í kaf. Þeir keyra oft fulla ferð með þorskinn heim, bátarnir, þá fara’ á ball með stúlkunum, ef stoppa þeir í landi, strákarnir. Það væri verðugt rannsóknarefni að athuga að hve miklu leyti og hvernig þessar goðsagnir birtast í hinum svokölluðu „fagurbókmenntum“, t. d. skáld- sögum síðustu áratuga. Þó slík athugun sé utan við ramma þessarar greinar verður að láta þess getið að ýmsir róttækir rithöfundar hafa tekist á við þessa veruleikasýn í verkum sínum. í ljóði Dags Sigurðarsonar, Landkynníng, er t. d. veruleika fiskvinnslunnar lýst frá sjónarhóli framleiðendanna, verkafólksins. Hér á skáldið orðastað við goðsögnina sjálfa og afhjúpar hana: Síldin er sosum nógu sæt, opinmynnt og kjánaleg úngmey á silfruðum kjól, og fallegt er á karfanum, senjóríta, þegar trollinu skýtur upp í ljósaskiptunum: endalaus tilbrigði við bláma, snöggt, glórautt högg, en allur þessi fiskur, senjóríta, mallaður í millarétti erlendis, er fyrir okkur slabb, slor, slubb, bakverkir og brjóstveiki, daglángt, náttlángt, allan ársins hring, svo leingi sem maður stendur uppréttur, sigin ýsa í allan mat, hákall með tréspíra sértu heppin, ýldubragð og ýldufýla af öllu sem loðir við okkur, trúðu mér, senjóríta, á meðan við hörkum af okkur streingina, kýngjum ælu og ógeði, rekum upp svefnleysishlátra og kyrjum lofsaung um blessaðan fiskinn, blessaðan, andskotans, djöfulsins, blessaðan, blessaðan fiskinn. (Rógmálmur og grásilfur, bls. 35—6). Fleiri dæmi af þessu tagi mætti nefna og nægir t. d. að minna á nöturlegar frystihússlýsingar Guðbergs Bergssonar í Hermann og Dídi (bls. 33 og áfram). TMM 13 193
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.