Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 71
,,Vinna sofa éta þegja . . .“
og sjómenn þar sækja þorskinn út í haf,
og stundum þeir hlaða næstum allt í kaf.
Þeir keyra oft fulla ferð með þorskinn heim, bátarnir,
þá fara’ á ball með stúlkunum, ef stoppa þeir í landi, strákarnir.
Það væri verðugt rannsóknarefni að athuga að hve miklu leyti og hvernig
þessar goðsagnir birtast í hinum svokölluðu „fagurbókmenntum“, t. d. skáld-
sögum síðustu áratuga. Þó slík athugun sé utan við ramma þessarar greinar
verður að láta þess getið að ýmsir róttækir rithöfundar hafa tekist á við þessa
veruleikasýn í verkum sínum. í ljóði Dags Sigurðarsonar, Landkynníng, er t. d.
veruleika fiskvinnslunnar lýst frá sjónarhóli framleiðendanna, verkafólksins.
Hér á skáldið orðastað við goðsögnina sjálfa og afhjúpar hana:
Síldin er sosum nógu sæt,
opinmynnt og kjánaleg
úngmey á silfruðum kjól,
og fallegt er á karfanum, senjóríta,
þegar trollinu skýtur upp í ljósaskiptunum:
endalaus tilbrigði við bláma,
snöggt, glórautt högg,
en allur þessi fiskur, senjóríta,
mallaður í millarétti erlendis,
er fyrir okkur slabb, slor, slubb,
bakverkir og brjóstveiki,
daglángt, náttlángt, allan ársins hring,
svo leingi sem maður stendur uppréttur,
sigin ýsa í allan mat,
hákall með tréspíra sértu heppin,
ýldubragð og ýldufýla af öllu
sem loðir við okkur, trúðu mér, senjóríta,
á meðan við hörkum af okkur streingina,
kýngjum ælu og ógeði,
rekum upp svefnleysishlátra
og kyrjum lofsaung um blessaðan fiskinn,
blessaðan, andskotans, djöfulsins,
blessaðan, blessaðan fiskinn.
(Rógmálmur og grásilfur, bls. 35—6).
Fleiri dæmi af þessu tagi mætti nefna og nægir t. d. að minna á nöturlegar
frystihússlýsingar Guðbergs Bergssonar í Hermann og Dídi (bls. 33 og áfram).
TMM 13
193