Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 73
,, Vinna sofa éta pegja . . . “
(ólíkt sjómannalögunum sem birta mynd af óbreytanlegum veruleika). Hér er,
líkt og í leikhúsi Brechts, áheyrandinn neyddur til aÖ taka afstöðu til þeirra
mótsetninga sem sýndar eru. Lítum á hluta úr texta Þorláks Kristinssonar um
„athafnamanninn“ Gunnsa gæ, sem ríkir sem einvaldur „hvarvetna á landi hér
þar sem fiskur drepinn er“:
Þó aukin séu afköstin
þá alltaf minnkar bónusinn
og menn segja hver andskotinn
samt gerir enginn neitt,
því Gunnsi gæ hann ræður hér
verkalýð og borgurum,
bankastjóra, skítseiðum,
frystihúsi og togurum.
Viðlag:
Já, aukið heldur afköstin
og sparið ykkur verkföllin,
ykkar er jú hagurinn, segir Gunnsi gæ.
Þó alltaf batni hagurinn
þvi nógur er vist fiskurinn
og alltaf er með fullfermi nýi togarinn,
þá veinar hann á landsfundum
og slefar stift í fjölmiðlum
meiri styrki, meiri auð,
frystihúsin eru snauð.
Viðlag.
I þessum söng er mótsögnunum stillt upp hverri á fætur annarri í aðalerind-
unum: afköstin aukast, en bónusinn minnkar, og enda þótt hagurinn batni og
nóg fiskist þá veinar Gunnsi í fjölmiðlum og á landsfundum um rekstrar-
örðugleika útgerðarinnar. I öðrum texta lýsir Þorlákur fjölskyldulifi Gunnsa á
meinfýsinn hátt, sem er undirstrikaður í flutningi með írónískri raddbeitingu
höfundar. Hér erum við komin óralangt frá öllu slori og slabbi:
Verið velkomin inn i lúxusinn
sjá antikmublur og dýru málverkin
195