Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 74
Tímarit Máls og menningar
stofan svo kósí og sjónvarp í lit.
Er ekki maturinn til?
Þetta er allt svo glimrandi lekkert,
frúin svo ljómandi fín.
Hún elst hefur sama sem ekkert
hún notar víst húð stímúlín.
Viðlag:
Svo dansa þau hjónin, svo dansa þau hjónin
svo dansa þau hjónin svo listavel.
Frystihúsin með tilheyrandi stimpilklukkum, færiböndum, vélagargi og
heraga — þeim lýsir Bubbi Morthens í söngvum 'eins og ísbjarnarblúsinn og
Þorskatjarlestón. Sá síðarnefndi ber með sér martraðarandrúmsloft. Þar virðast
hlutir jafnvel meira lífi gæddir en manneskjurnar sem þarna vinna. Vofur ganga
um gólf „tínandi upp hræin“, en hins vegar býður stimpilklukkan góðan
daginn. Þetta andrúmsloft feigðar og dauða er undirstrikað hvað eftir annað og
kvöldverðarjazzumgjörð lagsins á hljómplötu Bubba eykur enn á fáránleikann.
3. erindið hljóðar svona:
Inní tækjasal bólugrafnir unglingar
skipa út þúsund kössum.
Meðan verkstjórinn gengur um gólf
likt og könguló með flugur í pössun.
En í lokaerindinu hverfum við af sviði framleiðslunnar inn í heim neyslunnar
vestra:
Karfi, ufsi, þorskur, ýsa
kanna nú ókunn lönd.
A matarborði í Florida
gælir við þá demantskreytt hönd.
Texti Stellu Hauksdóttur, Bónusstress, fjallar um það hvernig samkeppnin um
bónusinn sundrar samstöðu verkafólksins. ,,Mórallinn“ sem eitt sinn var góður
er horfinn, en í staðinn komið vantraust og baktal. Nú eru þetta „bónus
útjaskaðar kerlingar"
196