Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 75
,,Vinrta sofa éta þegja . . . “
sem setið hafa árum saman
horft hver á aðra á víxl,
hafa verið vinir og hatast,
en því allra besta í lífinu týnt.
Og þegar lífið er ekki orðið annað en „vinna bara éta og sofa“, eins og segir í
einum af textum Stellu, verða frístundirnar merkingarlaust tómarúm, sem erfitt
er að fylla. I texta sínum Vinnugleði fjallar Stella um það hvernig aukavinnan
„frelsar" fólk frá frístundunum:
A sumrin aðeins vinnum
við 14 tíma á dag
en það er aðeins bara
fimm daga vikunnar
en á haustin lagast þetta
þegar síldin kemur að
þá fáum við að vinna
alla dagana.
Og börnin verða líka fyrir barðinu á vinnuþrælkun foreldranna. Um þá hlið
málanna fjallar Stella í söng sínum um lyklabarnið.
Lyklabörnin þekkjast af því að þau hafa útidyralykilinn í bandi um hálsinn,
vegna þess að heima er enginn til að taka á móti þeim þegar þau koma úr
skólanum á daginn. Textinn er lagður í munn barnsins, sem er „eitt af vanda-
málum heimsins". Mamman vinnur í frystihúsinu allan daginn og hún hefur
hvorki tíma né orku til að sinna barni sínu þegar hún kemur heim eftir 14 tíma
törn:
Því verð ég áfram vandamál heimsins
með lykil í bandi um hálsinn,
enginn virðist vita af því að ég sé til.
Heim ég skólatösku hendi
mér er sama hvar skólataskan lendir
því öllum virðist vera sama um mig.
Auk þessara lýsinga á vinnustöðum og lífsskilyrðum farandverkafólks er
fjallað beinlínis um ríkjandi hugmyndir um sjómenn og verbúðalíf. Er þá bæði
um að ræða gagnrýna úttekt á þeim vitundarformum sem birtast hjá verka-
lýðnum sjálfum og eins þeim bókmenntalegu goðsögnum sem áður var vikið að
197