Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 76
Tímarit Máls og menningar
og birtast hvað skýrast í dægurlagatextum. í laginu Rosinn eftir Þorlák
Kristinsson er „berserkjamórallinn" keyrður út í slíkar öfgar að þverbrestir hans
verða ljósir. Textinn er eins konar „hetjusaga" skipsáhafnar í landlegu með
viðeigandi fylleríi, slagsmálum, kvennafari og innbroti. Hann byrjar svona:
Á netavertíð austanlands ég fékk mitt fyrsta kikk,
fullan kassa af séniver ég fékk þar fyrir slikk.
Við rifum strax af tappana, það þoldi enga bið,
helltum ofaní kappana að landans drykkjusið.
Viðlag:
I svita slori og áfengi við fílum okkur best
áhöfnin á Rosanum sem aldrei edrú sést.
I síðasta erindinu, þar sem komið er að lokum hetjusögunnar, er hins veg-
ar blaðinu snúið við. Hetjurnar eru hættar að vera hetjur, en eru nú fyrst og
fremst auðsveipt vinnuafl fyrir „karlinn" og gera ekki uppsteyt á þeim vett-
vangi:
Þegar löggan kom og sótti okkur um miðjan næsta dag
við lágum allir steindauðir við úldið grútarkar.
En í járnum vorum við sendir suður svona einn og einn,
stungið inn á níuna, en það þótti heldur seint.
En karlinn oss með símtali fékk strax leysta út,
já, það kemur fyrir bestu menn að missa af túr og túr.
Á hliðstæðan hátt eru stundum beinar vísanir í dægurlagatexta. í söngnum
Heimkoma eftir Bubba Morthens, sem líka lýsir landlegu, er snúið út úr alkunnu
lagi um Sigurð sjómann:
Hversu dásamlegt að vera sjómaður,
sannur vesturbæingur.
Léttfríkaðir mávar syngja óð í eyru:
ertu ekki ánægður?
Já, sjómannslífið er sönn rómantík,
aldrei bræla, þú þarft enga skjólflík.
Nóg af bleðlum, djamm í Reykjavík
og þú endar sem sjórekið lík.