Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 77
,,Vinna sofa éta þegja . . .“
í laginu Draumur eftir Bubba er lögð áhersla á samstöðuna. Dauðinn vitjar
sjómannsins í draumi, en hann hefur þennan boðskap til eftirkomenda sinna í
baráttunni:
Ef ég drukkna, drukkna í nótt,
ef þeir mig finna,
þú getur komið og mig sótt.
Þá vil ég á það minna:
Stál og hnífur cr merki mitt,
merki farandverkamanna.
Þitt var mitt og mitt var þitt
meðan ég bjó meðal manna.
Nú heilsar sjómanninum ekki lengur vestfirskur jökull „í hilling með sól-
roðna brá“ og segir velkominn heim, eins og það hét í texta Kristjáns frá
Djúpalæk. Tómas Jakob Sigurðsson hefur samið texta sem lýsir ráfi um götur
Reykjavíkur í kulda og vosbúð. Loppinn og niðurdreginn mælandinn í kvæð-
inu á orðastað við vel dúðaða gínu í glugga tískuverslunar. Þessar andstæður
verða eins konar tákn fyrir þjóðfélagslegar mótsagnir, um leið og textinn lýsir
umkomuleysi og einstæðingsskap mælandans og skilningsleysi umhverfisins:
En það skilst svo seint í hita
sem menn í kulda vita
og þú gina sem hefur svamlað í svita
þú munt mæta mér.
Viðlag:
Og fatagínan sem brosti svo blítt til mín,
hún mun horfa illum augum til mín.
Já, hún mun glápa hatursaugum til mín.
Eins og sjá má er í textum farandverkafólks leitast við að afhjúpa lífseigar
goðsagnir. Verkafólk túlkar hér veruleika sinn á nýjan hátt en um leið er
brugðist við ákveðinni bókmenntahefð. Bubbi Morthens hafði um þetta svo-
felld orð í viðtali:
Textagerðin er því sprottin uppúr slorinu, háíslensku umhverfi. Og það má segja að þeir
séu andóf gagnvart rómantíkinni sem dóminerað hefur textagerð um þetta efni, allt frá
sildarárunum. Gylfi Ægisson er þó kannski undantekningin. Þessir „shipohoj“-textar eru
199