Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 85
,,Von um virdingu fyrir sjálfum mér“ lifði sjálfur. Stutt skáldsaga Dagsbrún, sem Theódór birti árið 1915 í kverinu Dagrúnir (undir dulnefninu Valur), rekur í stórum dráttum ævi hans sjálfs, æskuár í Flatey (Breiðey í sögunni), hákarlalegur við Eyjafjörð, hjúskap og basl í Skagafirði, hvorttveggja svo ömurlegt, að staðgengill Theódórs í sögunni er að hugsa um að fyrirfara sér rétt eins og höfundur sjálfur þegar vonleysi örbirgð- arinnar þyrmir yfir hann á því eymdarkoti Mosfelli i Gönguskörðum í byrjun aldarinnar (7 verum, 299). En einmitt þegar svo er komið lætur Theódór skáldskapinn taka allt aðra stefnu en veruleikinn gerði: meira um það síðar. Theódór dregur enga dul á það sjálfur hvaðan efniviðurinn í sögur hans er kominn. Stundum hleypur hann yfir ákveðna reynslu í sjálfsævisögunni með tilvísun til þess að hann sé búinn að fjalla um hana í skáldsögu, honum finnst sjálfsagt að þessar tvær tegundir texta bæti hvor aðra upp: „Lífið í gömlu Bolungarvík hafði mikinn og þungan svip, stórbrotinn og karlmannlegan, og væri þess vert að því væri vandlega lýst. En hér vil ég aðeins vísa til skáldsögu, þar sem ég hefi reynt að lýsa því. Heitir hún Gríma og birtist í Lögréttu“ (/ verum, 308). Um leið finnst Theódóri einatt að það sé ljóður á ráði hans við sagnasmíð hve mjög hann er bundinn atvikum ævi sinnar. Þegar hann segir föður sínum frá ritstörfum sinum fyrst (árið 1905) tekur hann þetta fram: „Það sagði ég honum að ég fyndi nú, hve illa ég stæði að vígi að ráðast í þetta alveg menntunarlaus, og gæti ég ekki haft frá öðru að segja en því, er kæmi fyrir sjálfs min augu“ (/ verum, 349). Þessi játning gefur góða hugmynd um það, hvernig Theódór sjálfur skildi sinn höfundarvanda, og er nytsamur lykill að verkum hans. En það er ekki aðeins efniviðurinn sem er hinn sami í skáldsögu og ævisögu. Lífsskilningurinn er hinn sami, mat á gæðum og gildum. Ekki síst skilningur á því sem vekur mönnum velsæld, ánægju og gleði, er eftirsóknarvert. Erfiðismaðurinn Theódór Friðriksson víkur hvað eftir annað að nauðsyn þess að verða stór og sterkur. Grímsi i Grímu „hafði mikla löngun til að verða sterkur og stælti sig með ýmsum átökum þegar hann kom því við“ (Gríma, 41). Ungir menn i bókum hans leggja á sig aflraunir og svolgra í sig hákarlalýsi til að verða eins og Nonni i JJtlagar „tápmikill og nýtur maður og guggna ekki við neitt“ (85). Á leiðinni til þessara manndómsmarkmiða er matur ákallaður af meira kappi og virðingu en dæmi eru til hjá öðrum höfundum. Allar bækur Theódórs eru fullar af lofi um spikfeita bringukolla, hval, kútmaga, heilagfiski, egg og fugla. Og ef ekki er verið að mæra sjálf matvælin, þá er mjög skorað á sögujsersónur að éta vel til að verða menn með mönnum. Svo sannarlega hafa þessar bókmenntir sterkt jarðsamband. Það vakir í þeim hiklaus skilningur 207
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.