Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 95
,,Von um virðingu fyrir sjálfum mér''
og þræl og reynt að bíta úr mér allan kjark. En nú þurfið þér ekki að reyna það
framar“ (58).
Nú er Hallgrímur fullur sjálfstrausts og baráttuvilja, hann stendur „eins og
klettur úr hafinu" í verkalýðsbaráttu og framfaramálum kauptúnsins og „gekk
ötullega fram í því að fá alla vinnandi menn undir merki jafnaðarmanna“ (88).
En Brandur kaupmaður heldur áfram að fara halloka fyrir hefnd Stevensons og
fyrirlitningu uns hann deyr — rétt eins og Grímur kaupmaður hjá Gesti
Pálssyni, enda mundu þeir kollegar báðir fæddir undir merki þess skilnings sem
vinsæll hefur orðið í þjóðfélagsskáldsögunni: „alle Schuld rá'cht sich auf Erde“.1
Hallgrímur er staðgengill Theódórs og Stevenson er óskmynd, draumur
öreigansá Króknum um happdrættisvinninginn, lánið óvænta, Ameríkugullið,
sem nauðsynlegt er til að kvarnarhjól réttlætisins fari af stað — því hvað má ég,
vesalingur minn?2
Lýsingin á Osnum í Líf og blóð er ósköp svipuð og sú sem I verum gefur af
Króknum — allt niður í smáatriði eins og þann ósið þorpsbúa að kukka í
fjöruna. Hallgrímur les og skrifar og veltir vöngum um trúmál og þjóðfélags-
mál með svipuðum hætti og Theódór. Þeir búa báðir við beiska og afbrýðisama
eiginkonu — nema sá er munurinn að heppni Hallgríms verður til þess að hann
nær sáttum við konu sína og endurheimtir trúnað hennar, meðan bilið milli
Sigurlaugar og Theódórs fór dýpkandi (enn eitt dæmi um skáldsöguna sem
óskmynd af lífi Theódórs). Og lesanda finnst Theódór lifandi kominn þegar
Hallgrímur segir við Brand kaupmann:
„Þér eruð skammsýnn maður og þér getið ekki skilið það, hvaða afleiðingar
það getur haft að halda skapríkum, greindum manni innibyrgðum eins og ref í
holu. Það er eins og að ætla sér að ráða við jarðeldinn. Eftir því sem skorpan er
þykkri, eftir því verður eldurinn magnaðri, þegar hann nær að brjótast út.
Skiljið þér það, herra kaupmaður?“ (59).
Þetta er það sem Theódór sjálfur vildi hafa sagt við Kristján Gíslason
kaupmann á Sauðárkróki —en sagði ekki. Fjárhagslegt happ Hallgríms og reisn
1 Allir fá makleg málagjöld þessa heims.
2 Theódór hafói áóur leyst vanda staögengils sins með svipuöum hætti. I Dagsbrún, stuttri
skáldsögu scm fyrr var nefnd, segir hann uppvaxtarsögu Grtms Árnasonar og er hún ofin sömu
þáttum og hans eigin saga, allt þar til söguhetja og persóna eru farnir aö basla á eymdarkoti í
Skagafirði. Þá kemur Grími til hjálpar forríkur bróðir hans sem haföi farið til Ameríku, bróðirinn
hampar gullpeningum og seðlum og kaupa þeir bræður saman æskustöðvarnar, Breiðey, og skipta
henni á milli sín.
Væri annars ekki gaman að kanna ítarlega Ameríkudrauminn í íslenskum bókmenntum?
217