Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 101
,,Von um virðingu fyrir sjálfum mer11 höfundar sem horfðu á hana í nokkurri fjarlægð pólitísks velvilja eða töluðu við hana sem gestir. Einnig hún fær orð í eyra fyrir að vera haldin einhverju tryllingsæði og alvöruleysi, skemmtanafysn, óstýrlátum fýsnum og allrahanda menningarleysi. (Þessi samantekt er byggð á orðfæri opna bréfsins, Mistur, 58—79). Dagbjartur viðurkennir að fólkið sé að visu fórnarlamb aðstæðna eins og það heitir: „engin andleg verðmæti ná að þrífast í þessu pestarlofti og það eru síldar- kóngarnir og braskararnir og þeirra fýlgifiskar sem hafa komið þessu afkáralega sniði á bæinn“ (70). En hvað sem þessum fýrirvara líður eru Dagbjartur og höfundur hans alls ekki á þeim buxum að sýkna neinn, skjóta neinum undan ábyrgð. Þessi „sjálfsgagn- rýni alþýðusinna“ kann að hljóma eins og Theódór hafi að sumu leyti séð ákveðna þróun fýrir i þróun „lífskjarakapphlaups" svonefnds. En það er samt alls ekki víst. Reiðilestur hans er almenns og siðferðilegs eðlis og einkennist kannski fyrst og fremst af ótta sveitamannsins við annarlega lífshætti, við breytingar sem hann skilur ekki lengur. Utkoman verður í senn sú, að þjóðin er öll fallin í synd, og að framfarir eru yfir höfuð vafasamar. Dagbjartur segir í uppgjöri sínu við samtíðina: „Við getum náttúrlega ekki lokað augunum fýrir þessu sem kallað er tækni, þessum svokölluðu framförum á sjó og landi, og okkur hefur verið þetta lifsnauðsyn að breyta til, þar sem þjóðin hefur átt við ytri hörmungar að striða öld eftir öld .. . Við byggjum skip og hús, leggjum vegi og byggjum brýr, görgum þindarlaust í síma og etum og drekkum eins og á dögum Nóa. Nú er það rannsóknarefni mannfræðinga, kynfræðinga og sálfræðinga og ég veit ekki hvað margra fræðinga, hvort innræti mannskepnunnar hafi nokkuð batnað með öllum þessum hraða og ytri lífsþægindum, sem sóst er eftir með því djöfullega æði, sem fýlgir menningunni, en nái einstaklingurinn því ekki með bættum lífsskilyrðum að hækka, stíga og verða að meiri og betri manni, — er þá ekki unnið fýrir gíg“ (Mistur, 61). Þessi viðhorf hafa við nýjar aðstæður reynst furðu lífseig eins og menn vita. En Theódóri duga þau satt að segja fremur skammt i skáldsögunni. Hið siðferðilega kapp Dagbjarts, staðgengils hans, fær nefnilega stundum skrýtna útrás, og verður minna úr en efni virtust standa til. Til dæmis að taka ætlar Dagbjartur að leika refsiengil á Siglufirði, hegna illum síldarkóng og braskara sem hafði keypt stúlkuvesaling fýrir ónýtan þýskan markaseðil, smitað hana af lekanda og barnað hana og gengur hún í sjóinn í örvæntingu sinni, eftir að hafa gert Dagbjart að trúnaðarmanni sínum. En 223
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.