Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 104
Tímarit Máls og menningar
um — eins og í viðtalsbókum og endurminningum seinni tíma. I slíkri
menningu hika menn við að viðurkenna skáldsögupersónur, þær eru ekki metnar
sem slíkar, þær fá ekki að lifa sínu lífi innan spjalda og kjalar heldur munu menn
þeytast um land allt í leit að fyrirmyndum: hver var Jón hreppstjóri á Úti-
rauðsmýri? I slíkri menningu er skáldsagan einskonar fornaldarsaga Norður-
landa, hún tilheyrir lygisögum. Þar er margt leyfilegt, höfundarnir láta í þeim
undan ýmsum veikleikastundum sínum, þeir eru ekki eins ábyrgir og í lýsingu
„veruleikans“. En um leið og margt er leyfilegt í skáldsögunum eru þær
eitthvað grunsamlegt, eitthvað óæðra, tilbúningur, ekki það líf sem við lifum.
Rit Theódórs Friðrikssonar sem vitnað er til eru þessi:
/ verum, Helgafell 1977. Sama blaðsíðutal og í frumútgáfu.
Valur: Dagrúnir, 1915. Sagan Dagsbrún.
Valur: Brot, 1916. Sögurnar Hrólfur og Orðugleikar.
Útlagar, 1922.
Lokadagur, 1926.
Mistur, 1936.
Tvcer sögur, 1945. Sögumar Grtma og Rósa ísíldinni.
Ritgerð Þórbergs Þórðarsonar um Iverum í ritgerðasafninu Einum kennt öðrum benl, 1971.