Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Qupperneq 113
Mjög gamall maður Hann var hrakinn burt úr svefnherbergjunum með kústum og andartaki síðar fannst hann í eldhúsinu. Hann virdst vera á svo mörgum stöðum samtímis að menn fóru að halda að hann skipti sér og endurtæki sig út um allt hús, og full örvændngar hrópaði Elísenda að það væri meiri ólukkan að lifa í þessu víti, fullu af englum. Hann gat varla borðað, fornleg augu hans voru orðin svo skýjuð að hann gekk hrasandi um allt og eftir voru örfáir berir stubbar. Pelayo breiddi yfir hann teppi og leyfði honum náðarsamlegast að sofa á veröndinni, og þá fyrst uppgötvaðist að hann hafði hita og óráð um nætur og þvældi þá eitthvað á sinni gömlu norsku. Aldrei þessu vant höfðu hjónin áhyggjur vegna þess að þau héldu að hann færi að deyja, og enginn, ekki einusinni nágrannakonan vitra, hafði getað sagt þeim hvað ætti að gera við dauða engla. En það var ekki nóg með að engillinn lifði af sinn versta vetur, heldur virtist hann færast í aukana fyrstu sólskinsdagana. Dögum saman kúrði hann hreyfingarlaus úti í fjærsta garðshorninu þar sem enginn gat séð hann, og í byrjun desember fóru að vaxa á vængjum hans stórar og stinnar fjaðrir einsog á öldruðu stórfygli, og minntu helst á enn eitt hrörnunarslysið. Sjálfúr hlýtur hann að hafa vitað ástæðuna, því að hann gætti þess vandlega að enginn tæki eftir þessu og að enginn heyrði sjómannasöngvana sem hann raulaði stundum undir stjörnubjörtum himni. Einn morguninn var Elísenda að skera niður lauk fyrir hádegis- verðinn, þegar vindsveipur þaut inn í eldhúsið og virtist koma utan af hafi. Þá leit hún út um gluggann og varð vitni að fyrstu flugtilraunum engilsins. Þessar dlraunir voru svo klaufalegar að hann opnaði plógfar með nöglunum í grasið og var nærri búinn að brjóta niður veröndina með óglæsilegum vængjatökum sem runnu til í birtunni og fundu enga handfestu í loftinu. Samt tókst honum að komast á loft. Elísenda varp öndinni léttar, bæði sín vegna og hans, þegar hún sá hann fljúga yfir ystu húsin og halda sér á lofti með glannalegu vængjablaki og minnti helst á aldraðan hrægamm. Hún fýlgdi honum eftir með augunum meðan hún skar laukinn og hélt áfram að horfa á hann allt þar til ekki var lengur hugsanlegt að hún sæi hann, vegna þess að þá var hann hættur að vera truflun í lifi hennar og orðinn að ímynduðum punkti á sjóndeildar- hringnum. Ingibjörg Haraldsdóttirpýddi. 235
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.