Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 115
Brecht og Berliner Ensemble af arfinum frá Brecht að þeir þyrðu ekki að reyna neitt nýtt. Menn kváðu jafnvel upp þann úrskurð að Berliner Ensemble væri orðið ekkert annað en safn sem varðveitti ytri leifar þess sem eitt sinn var lifandi list. Þetta var leikhúsinu einkum borið á brýn á meðan Helene Weigel, ekkja Brechts og ein fremsta leikkona þjóðverja á sinni tíð, stjórnaði því, en það gerði hún til dauðadags árið 1971. A seinni árum hafa reyndar ýmsar breytingar orðið á listrænni stefnu Berliner Ensemble, sem hafa ekki allar þótt til góðs. Svo virðist sem lagt hafi verið út í stefnulitlar formtilraunir, sem hafi borið heldur lítinn árangur og mörgum þótt eiga lítið skylt við leikhúshugmyndir Brechts. Listamönnum þessa leikhúss hefur þannig gengið erfiðlega að feta hinn gullna meðalveg á miili eðlilegrar íhaldssemi og nýsköpunar. Allir eru sammála um að vinnubrögð þeirra séu óaðfinnanleg atvinnumennska, en þær vonir, sem margir bundu við þá sem arftaka eins mesta leikskálds og leikstjóra okkar tima, hafa þeir tæplega uppfyllt. Af þessum sökum hefur Berliner Ensemble fengið á sig nokkurt óorð sem ég hygg að stafi fremur af því að menn hafi gert óraunhæfar kröfur til leikhússins en því að það sé verra en flest leikhús. Enginn utanhússmaður getur ætlast til þessaf leikhúsi að allar sýningar þess séu snilldarverk, en slíkar kröfur hafa menn samt sem áður leyft sér að gera til þeirra sem starfa hjá Berliner Ensemble. Þegar Brecht lést var flestum orðið ljóst hvílíkur leikstjórnarsnillingur hann var og að hann hafði fágætt lag á því að virkja sköpunargáfu þeirra sem hann vann með. Hann hafði komið sér upp traustum hópi snjallra samstarfsmanna sem sumir unnu með honum um árabil og helguðu list hans og leikhúshugsjón alla krafta sína. Þegar áratugagamall draumur hans um eigið leikhús rættist að lokum eftir hrakningar útlegðar og styrjaldarára, kallaði hann þetta dugmikla hæfileikafólk saman um leið og hann lagði mjög mikla áherslu á að leiðbeina og vinna með yngstu listamönnum leikhússins. Þessi stefna átti síðar eftir að bera góðan ávöxt, því að margir lærisveina hans hafa komist i fremstu röð þýskra leikhúsmanna beggja vegna járntjaldsins og einn þeirra, leikstjórinn Manfred Wekwerth, er nýlega orðinn leikhússtjóri Berliner Ensemble. Eg hef einu sinni hlýtt á fyrirlestur hjá Wekwerth og þar varð honum tíðrætt um nauðsyn þess að leikhúsið næði til unga fólksins í alþýðulýðveldinu, hvetti það til gagnrýnnar hugsunar og minnti það á að þrátt fyrir allt mætti ýmislegt betur fara í þeirri sósíalísku paradís sem það lifði í. Hann talaði einnig um að menn mættu ekki einblína um of á afrek Brechts, því að margt hefði breyst í Þýska alþýðulýð- veldinu á seinni árum og þess vegna væri sumt orðið úrelt í huginyndum hans um félagslegt hlutverk leikhússins. Af orðum Wekwerths mátti þvi .ráða að 237
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.