Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 116
Tímarit Máls og menningar hann hygðist beita sér fyrir nokkurri endurskoðun á listrænni stefnu leikhúss- ins, þó að fræðilegur grunnur þess myndi að sjálfsögðu haldast óbreyttur í meginatriðum. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég fór að sjá nokkrar af sýningum Berliner Ensemble þegar ég kom til Berlínar í maímánuði í fyrra. Eg var að sjálfsögðu búinn undir það versta, því að ég hafði verið varaður við að sjá þar sýningar á leikritum Brechts, þar sem ég myndi örugglega verða fyrir vonbrigðum. Ég fór þó ekki að þessum ráðum og notaði tækifærið til þess að sjá þrjár ,,Brecht-sýningar“. Sú fýrsta, sem var á Góða dátanum Svejk i annarri heimsstyrjöldinni, stælingu Brechts á skáldsögu Jaroslavs Haseks, hafði staðið á verkefnaskránni í seytján ár og var eins dauð og nokkur leiksýning getur verið. Leikstjórnin var hugmyndasnauð og leikararnir virtust þarna til þess eins að inna af hendi leiðinlega vinnuskyldu. Næst sá ég sýningu á Mutter Courage sem var ný af nálinni; hún var slétt og felld og leikur flestra góður. Gisela May, sem er frægust fyrir túlkanir sínar á söngtextum Brechts, lék titilhlutverkið, en leikur hennar fannst mér aldrei mjög sannfærandi, ef til vill af því að í hann skorti andstæðuna milli refslegrar hörku Mutter Courage og móðurtilfinninga hennar, sem virðist hafa verið rík í frægri túlkun Helene Weigel á hlutverkinu. Ég hlýt reyndar að játa að þó að list bestu leikaranna þarna vekti aðdáun mína, náði hún sjaldan að hrífa mig. Eg hafði stöðugt á rilfinningunni að þeir léku eftir fastmótuðu kerfi og gæfu þar af leiðandi aldrei sköpunargleðinni lausan taum. Þriðja sýningin var á Galileo Galilei og stjórnað af Manfred Wekwerth sjálfum. Hún var mun athyglisverðari en þær fyrrnefndu. Brecht skrifaði þetta leikrit upphaflega á árunum 1937—38, en breytti því þó nokkuð síðar. í leikritinu segir frá vísindamanninum Galilei, sem umbyltir heimsmynd síns tíma í andstöðu við kaþólsku kirkjuna, sem neyðir hann að lokum til að afneita kenningum sínum. Galilei er andófsmaðurinn, boðberi frjálsrar hugsunar, en of veiklundaður til að fórna lífi sínu fyrir sannleikann. Hann vill fremur halda áfram að njóta lífsins en gerast hetja og þess vegna bregst hann á örlagaríkri stundu. I lokaatriði leiksinser hann aldraður og blindur fangi kirkjunnar og fær aðeins leyfi til að fást við þær rannsóknir sem hún telur hættulausar. Galilei Brechtser margræð persóna; hann á margt sameiginlegt með höfundi sínum, en hann er einnig fulltrúi vestrænna vísinda, sem voru að leggja valdhöfum í hendur gereyðingarvopnin um svipað leyti og leikritið var skrifað. í þeim gerðum þess sem Brecht gekk frá eftir atburðina í Nagasaki og Hiroshima hefur hann því á ýmsan hátt skerpt gagnrýni sína á framferði Galileis, ábyrgðarleysi 238
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.