Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 119
Brecht og Berliner Ensemble foringjadýrkun og gekk raunar aldrei í neinn kommúnistaflokk. Hinn óbreytti almúgamaður, sem vill lifa lífinu eftir eigin höfði og lætur jafnt háleitar hugsjónir sem fyrirskipanir valdsmanna sem vind um eyru þjóta, á alla samúð hans og sumar bestu persónulýsingar hans eru einmitt á slíkum mönnum. í leikritinu um Galilei vottar sums staðar fyrir þessum anarkíska undirtóni og í sýningu Wekwerths var jafnvel lögð á hann sérstök áhersla, ekki síst í þeim atriðum þegar almúginn birtist grímuklæddur á sviðinu og hæðist að valds- mönnum. I lok leiksins syngur farandsöngvari nokkur ljóð, sem endar á spurningunni um hvort flestir vilji nú ekki gjarnan vera sjálfs sín húsbændur. Hann lítur um leið kankvíslega til áhorfenda, eins og hann vilji biðja þá um að hugleiða þessa spurningu sérstaklega vel. A þeirri sýningu sem ég sá virtust þó áhorfendurnir, sem flestir voru fremur ungt fólk, láta sér fátt um finnast; e. t. v. af því að þeir voru ekki ginnkeyptir fyrir útópískum hugsjónum um frjálst samfélag. Anarkisma leiksins tókst því aldrei að smeygja sér úr ásjálegum en dálítið kuldalegum búningi leiksviðsins og magna upp hjá áhorfendum andúð og reiði á þeirri meðferð sem menn á borð við Galilei eru látnir sæta. Það er ekki heldur auðvelt að sjá hvernig þeir hefðu átt að veita slíkum tilfinningum útrás í eigin þjóðfélagi. Það er alltaf erfitt að geta sér til um hvaða áhrif leiksýningar hafa á aðra áhorfendur, ég tala nú ekki um séu menningarlegar og félagslegar forsendur þeirra manni ókunnar, en ekki gat ég merkt að sú boðun leiksviðsins, sem ég skynjaði, næði sérlega sterkum tökum á þeim sem þarna voru saman komnir. Þeir virtust miklu fremur vera þarna til að sýna gömlu, sígildu bók- menntaverki virðingu en leita einhvers sem gæti komið þeim að liði i daglegri lífsbaráttu. Einhverjum kann að virðast það undarleg krafa til leikhúss að það sem þar sé sýnt gagni mönnum í amstri hversdagsleikans. En þegar um er að ræða leikhús Bertolts Brechts hlýtur spurningin um hugsanleg áhrif sýninganna á félagslegt atferli áhorfenda að haldast í hendur við listrænt mat. Eitt af grundvallaratrið- unum í leikhúskenningum Brechts er krafan um uppeldislegt gildi leikhússins, þó að hann legði einnig á það áherslu að leikhúsið yrði að veita mönnum listræna nautn og skemmtan og vildi geta sameinað þetta tvennt. List leik- hússins varð að hafa notagildi, hún varð að ganga til liðs við framsæknustu öfl samtímans, þau öfl sem stefndu að því að afnema arðrán og kúgun og koma á þjóðfélagi friðar og mannúðar. Þetta samfélag gat ekki orðið til fyrr en verka- lýðsstéttin hefði hrist af sér klafa kapítalismans með hugmyndafræðilegum vopnum marxismans. Brecht var kominn undir þrítugt þegar hann tók að kynna sér kenningar Marx, en þar fann hann listsköpun sinni hugmyndalegan 10 T.M.M 241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.