Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 16
Tímarit Máls og menningar mála hernaðarblakkanna. En eins og venja er til fylgja og með athugasemdir um að tilboð Sovétmanna sé ófullnægjandi, að svonefnd núlllausn Reagans forseta sé betri (en hún gerir ráð fyrir að allar SS-20 eldflaugar verði teknar niður). Þá þykir það að vonum merkilegur fróðleikur, að Eugene Rostow, sem Reagan hefur reyndar vikið úr forsvari fyrir Bandaríkjamenn í afvopnunar- viðræðum við Sovétmenn í Genf, skuli upplýsa, að í fyrra hafi samninga- menn stórveldanna þegar komist að samkomulagi um þessi mál, sem stjórnir þeirra hafi svo hafnað. Eins og einatt áður eru ýmsar neikvæðar hliðar á fréttum af þessu tagi. Reyndar sýnast meiri möguleikar á því en verið hefur um hríð, að stórveldin nái einhverju samkomulagi um kjarnorkuvígbúnað og er það vel. En á hitt er og að líta, að þær takmarkanir á slíkum vígbúnaði, sem eru til umræðu, eru næsta ófullnægjandi — þær eru fráleitt hið stóra skref sem snýr þróuninni við. Þær orðsendingar og tillögur sem ganga á milli aðila vígbúnaðarkapp- hlaupsins vekja meðal annars upp spurningar um áhrif þeirra friðarhreyf- inga sem ráðið hafa miklu í fréttaheiminum undanfarin misseri. Natóvinir hafa til dæmis þegar séð sér leik á borði og sagt: ef að Nató hefði ekki staðið fast á hótun sinni um ný eldflaugakerfi, þá hefði Andropof aldrei tekið í mál að skera niður birgðir af SS-20. Þessu verður svo, ef að líkum lætur svarað með því, að þótt Andropof þurfi ekki að glíma við öflugar óháðar friðar- hreyfingar heima hjá sér, vegna þeirrar valdaeinokunar sem hann nýtur, þá mun einnig hann þurfa að gera nokkuð það, sem ekki er aðeins miðað við hina lítilþægu friðarhreyfingu, sem Sovétmenn ráða ferðinni í (Heimsfriðar- ráðið), heldur eitthvað það sem breiðari friðarhreyfingar geta tekið mark á í kröfum sínum til aðila vígbúnaðarkapphlaupsins. Ahrif jafn síbreytilegra og margþættra hreyfinga og friðarhreyfingar síðustu missera eru, verða seint metin með nokkurri vissu. En áhrifin eru að verki og þau virðast mjaka heiminum nokkuð í eftirfarandi áfangastaði: Það verður pólitísk nauðsyn ráðamönnum í austri og vestri að sýna lit í afvopnunarmálum. Ofrjóar deilur um skiptingu ábyrgðar milli risaveldanna víkja fyrir auknum áherslum á sjálfvirkni vígbúnaðarkapphlaupsins sem höfuðvígi að rífa niður. Og að lokum: það verður æ erfiðara að halda til streitu þeirri bábilju undanfarinna áratuga, að til að afvopnast þurfi menn fyrst að vígbúast enn rækilegar. 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.