Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 21
Andsttebingar í öryggisleit spurningu. Ógnarfriður kjarnorkusprengjunnar er ekki friður að biblíu- legum skilningi vegna þess að undir hvolfþaki hennar eru skilyrðin fyrir hamingju mannsins skert með ótrúlega margvíslegum hætti. Atómfriðurinn er afkvæmi þeirra hernaðar- og vígbúnaðarfræða, sem í gildi hafa verið frá miðri þessari öld. Hér verða þau ekki rakin, meginatriði þeirra ættu að vera þorra manna kunn, a.m.k. að nafninu til: ógnarjafnvægi, fæling með gereyðingarvopnum, hótun um gereyðingu, óttinn við gereyðingu á báða bóga. Astæða þessarar gagnkvæmu grimmdar er sögð vera löngun beggja risaveldanna til þess að leggja undir sig heiminn. Tortryggni, ótti og hatur hafa plægt jarðveginn. Agreiningur tveggja risavelda, sem þó hafa sýnt, að þau gátu staðið saman gegn sameiginlegum óvini á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Bandaríkjamenn hafa borið gæfu til þess að sættast við stærsta kommúnistaríki heims, Kína; voru rætur hins hugmyndafræðilega ágreinings ekki dýpri? Það er von menn spyrji, hvort hatrið sem ríkir milli risaveldanna og hinna stóru hernaðarbandalaga sé enn í fullu gildi. Er það í raun og veru ástæða vígbúnaðarins, er óvináttan í raun og veru svo djúprætt, að þörf sé á því gífurlega vopnamagni sem til er — og að öllum brögðum sé beitt til að auka það magn? Menn spyrja í fullri einlægni, hvort vígbúnaðurinn hafi ekki orðið til þess að festa óvináttuna í sessi og næra hatur og tortryggni með nýjum grýlum. Vígbúnaðurinn er fyrir löngu orðinn sérstakt vandamál, hvað sem öllum hugmyndafræðilegum ágreiningi líður — sá ágreiningur lítur oft út fyrir að koma eftir á sem réttlæting á hinum svimandi upphæðum sem sópað er frá sveltandi fólki í óseðjandi hít vígbúnaðarins. Oryggi og vígbúnadur Tilgangur með vígbúnaði og vopnum er fyrst og fremst sá — eða ætti að vera — að tryggja öryggi þjóða. En langt er síðan menn voru sammála um, að aðeins brot þeirra vopna, sem til eru, gætu nokkru sinni komið „að gagni“ í styrjöld. Svo gífurlegt er magnið. Nú eru menn löngu hættir að spyrja um, hvað sé nóg vopnamagn, þess í stað er miðað við það magn, sem hinn aðilinn hefur eða líklegt er að hann komi til með að hafa eftir nokkur ár. Slíkt markmið, sem þokast sífellt undan, verður aldrei skilgreint endanlega. Meðan viðmiðunin er af þessu tagi heldur vígbúnaðurinn endalaust áfram. Spurningar um ástæður aukins vígbúnaðar hafa því orðið æ áleitnari upp á síðkastið. Hvers vegna er unnt, jafnvel í lýðræðisríkjum, að viðhalda slíkri þróun? Sem fyrr segir er vígbúnaður réttlættur með því að draga upp grýlumyndir af óvininum. Með því að viðhalda tortryggni í hans garð, vanþekkingu, hatri og fordómum er unnt að halda vopnaverksmiðjum 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.