Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 24
Tímarit Máls og menningar
kjarnorkuvopn, ber að flokka þau með sýklavopnum og eiturvopnum, sem
alþjóðlegar samþykktir banna? Þessu atriði hafa verið gerð nokkur skil hér
að framan. Jafnframt er varað við gífurlegri útbreiðslu vopna til þriðja
heimsins og víðar og þó er sér í lagi varað við hættu á útbreiðslu
kjarnorkuvopna.
Þriðja atriðið snýr að trúverðugleika ógnarjafnvxgisins og því öryggi sem
því er ætlað að veita. Lúther talaði um „falsche Sicherheit“ eða falskt öryggi
sem andstæðu við „Gelassenheit“ trúarinnar, þar sem átt er við þolinmæði
og traust heilbrigðrar trúar. Hið falska öryggi sér heiminn í svart/hvítu og
er sífellt á varðbergi fyrir óvininum, leitin að þess konar öryggi, sem ekki er
til í þessum heimi endar með eins konar ofsóknarhugsýki. Það er ekki nýtt
sjónarmið þeirra sem gerst þekkja innviði ógnarjafnvægisins, að þróun þess
yrði á vit sífellt minnkandi öryggis. Einn þeirra, sem benti á þetta atriði fyrir
allmörgum árum var þýzki kjarneðlisfræðingurinn Carl Friedrich von
Weizsácker. Hann sagði, að með aukinni þróun færi öryggi þessa kerfis
minnkandi. Það er einmitt þetta sem menn óttast við tilkomu hinna nýju
„evrópuvopna“, hinna meðaldrægu eldflauga og stýriflauganna, sem stend-
ur til að hefja uppsetningu á í lok þessa árs. Astæðan er einkum sú, að
öryggisleysi andstæðingsins eykst þegar hann er orðinn gísl þessara vopna,
sem eru nánast ósigrandi vegna fullkominnar stýritækni, hverfandi lítils
viðvörunartíma (ca 6 mín.) og annarra þátta, sem gætu vakið ugg óvinarins
um að verið væri að undirbúa skyndiárás á hverri stundu. Oryggisleysi
andstæðingsins er um leið ógnun við öryggi okkar. En hættan á mistökum
eykst gífurlega með auknu magni þessara hárnákvæmu vopna. Menn óttast
ekki að hernaðarveldin vilji styrjöld með þessum vopnum heldur fyrst og
fremst að þau séu þess ekki megnug að koma í veg fyrir slíka styrjöld.
14