Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 27
Garðar Mýrdal
Goðsögnin um öryggi íslendinga
Svokölluð friðarmál hafa verið mjög til umræðu á íslandi undanfarna mánuði.
M.a. hafa forystumenn kirkjunnar hvatt til umræðu um frið í predikunum í
kirkjum landsins og stjórnmálaforingjar hafa fléttað ummæli um ógnir vígbún-
aðar inn í ávörp sín, t.d. um jól og áramót.
Iðulega kemur fram í boðskap þessara manna sú ímynd, að á Islandi búi lítil,
vopnlaus og friðelskandi þjóð, — „svo langt frá heimsins vígaslóð" — eins og
segir í ágætu ættjarðarkvæði. En skyldi þessi ímynd vera rétt?
Island er ekki fjarri vígaslóð heimsins eins og nú háttar, og það er full ástæða
til að ugga um öryggi þjóðarinnar. Það er eðlilegt að spyrja: Þjónar íslensk
utanríkisstefna og það hernaðarbrölt sem er í landi okkar á vegum bandaríska
hersins öryggishagsmunum íslenskrar þjóðar?
Því hefur gjarnan verið haldið að okkur að lega landsins og öryggishagsmunir
þjóðarinnar útheimti þátttöku í hernaðarbandalaginu NATO og veru
bandarískra hersveita hér á landi. Reyndar átti erlendur her ekki að vera í
landinu á friðartímum, en það er víst farið að fenna í spor þess loforðs í
minningu margra manna. Einnig er hugtakið „friðartímar" afskaplega teygjan-
legt.
Sífellt fleiri Islendingar gera sér grein fyrir að bandaríski herinn er ekki í
landinu af umhyggju fyrir íslensku þjóðinni. Sumir hallast þó að því að veru
hans hér fylgi ákveðið öryggi. En þessir sömu einstaklingar hafa þá varla tekið
með í dæmið hvers eðlis þær herstöðvar eru sem bandaríski herinn er að koma
upp hér. Oft getur verið erfitt að gera greinarmun á varnarvopnum og árásar-
vopnum, og vissulega væri hugsanlegt að nýta ýmis mannvirki og tæki eins og
hér eru á vegum hersins t.d. til eftirlits með friðlýsingarsamningum um hafsvæð-
ið umhverfis landið, ef hæfir aðilar fengjust til þess, t.d. á vegum Sameinuðu
þjóðanna.
I umsjá bandaríska hersins eru þessi tæki hins vegar hluti af einni stærstu
árásarstöð á kjarnorkukafbáta sem til er. AWACS flugvélarnar, sem hér eru,
væru fáránleg varnarvopn, en myndu þjóna mikilvægu hlutverki í árásum
bandaríska flotans á andstæðing í styrjöld. Herstöðvar Bandaríkjamanna hér á
landi þjóna ekki öryggishagsmunum okkar.
A sama tíma og hér eru byggð hernaðarmannvirki sem auka spennu og
stríðshættu umhverfis okkur, þróast helstu stjórnmálaflokkar í landinu í átt að
2
17