Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 28
Tímarit Máls og menningar auknu hermangi. Alþýðubandalagið braut illu heilli blað í sögu sinni 1978 með því að gerast aðili að ríkisstjórn án þess að gera brottför hersins að skilyrði. Síðan hafa bæði Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur siglt hraðbyri til hægri í hermálinu. Að vísu halda einstaka sálir í forystusveitum þessara tveggja flokka ennþá reisn í þessum málaflokkum, og vissulega ber að virða þá einstöku þingmenn og almennu flokksmenn í Alþýðuflokki og Framsóknarflokki sem vilja taka þátt í gagnrýninni umræðu um vígbúnaðarmál og friðarhreyfingar. Meginstraumurinn í báðum flokkunum liggur þó að hermangskötlunum. I flugstöðvarmálinu skín hreinræktuð aronska úr ásýnd allra þingflokka nema Alþýðubandalags. Spurningin er bara hvort Alþýðubandalagið fylli nú smám saman út í það pólitíska tómarúm sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur skildu eftir með þróun sinni í afstöðunni til erlendrar hersetu í landinu. Afstöduleysi íslands hjá SÞ er þjónkun við NATO ísland hefur átt aðild að NATO síðan það var stofnað 4. apríl 1949. Á þeim vettvangi hafa fulltrúar íslenskrar utanríkisstefnu setið bræðralagsfundi með fulltrúum illræmdra herforingjastjórna, s.s. frá Grikklandi og Tyrklandi, og axlað siðferðilega ábyrgð á framferði Bandaríkjamanna í Indókína og Rómönsku Ameríku. En það er ekki eingöngu hrottalegt framferði bræðralagsþjóða okkar í NATO sem kemur utanríkisstefnu þjóðarinnar í veika stöðu. Þjónkun fulltrúa íslenska utanríkisráðuneytisins við hernaðarstefnu Bandaríkjanna og annarra NATO ríkja er ekki bara siðferðilega röng heldur beinlínis andstæð öryggis- hagsmunum okkar. Dæmi um slíka þjónkun er þátttaka íslenska utanríkisráðherrans í afgreiðslu ráðherrafundar NÁTO í desember 1979, þegar staðsetning meðaldrægra kjarn- orkueldflauga víða um V-Evrópu var ákveðin. Framkvæmdir við að koma þessum eldflaugum fyrir eru þegar komnar vel á veg, en við tilkomu þeirra styttist verulega tíminn til að leiðrétta mistök sem gætu leitt til kjarnorkustyrj- aldar. Hér er m.a. um að ræða stýriflaugar sem geta farið með allmiklum hraða eftir krákustígum, svo lágt yfir jörð að ratsjárvarnarkerfi geta ekki varað við þeim. Það er ljóst að eldflaugar þær sem utanríkisráðherrafundurinn ákvað að koma fyrir í V-Evrópu gera hernaðarástandið í álfunni enn ótryggara og auka líkurnar á að meginland Evrópu breytist í rjúkandi geislavirka rúst á fáeinum klukkustundum. Afgreiðsla utanríkisráhðerra NATOríkjanna í Brussel 11. desember 1979 vakti athygli víða um lönd og miklar deilur bæði í fjölmiðlum og á þjóðþingum. M.a. loguðu deilur um eldflaugar þessar í jafnaðarmannaflokkum í Noregi, Danmörku, Belgíu, Hollandi og V-Þýskalandi. Þar eð jafnaðarmenn voru þá aðilar að ríkisstjórnum í öllum þessum löndum ollu deilurnar verulegum stjórnmálahræringum sem enn eimir eftir af. 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.