Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 30
Tímarit Máls og menningar » Öryggismálaumrœðan “ á íslandi Það virðist vekja litla almenna athygli á Islandi þó að fulltrúar þjóðarinnar veigri sér við að taka skelegga afstöðu gegn helstu hervæðingarfrömuðum heimsins á fjölþjóðavettvangi. Það sem einkum veldur þessu áhugaleysi er kannski hið mikla áróðursvald Morgunblaðsins í upplýsingamiðlun í landinu. Morgunblað- ið hefur ætíð verið reiðubúið til að taka undir hörðustu hervæðingarstefnu bandarískra stjórnvalda og oftast eru fréttir þess í anda kalda stríðsins þegar vígbúnaðar- og öryggisleysismál ber á góma. Blaðið hefur ráðist heiftúðlega á starfsmenn ríkisfjölmiðlanna ef þeir hafa sýnt tilburði til að ná umræðunni upp úr þeim farvegi lágkúrunnar sem það hefur sjálft mótað. Jafnvel efasemdir í bandaríska þinginu um ágæti herskárrar stefnu Reagans forseta eru gagnrýndar frá hægri á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Hægri öflin á íslandi hafa leitast við að koma í veg fyrir það að í landinu rísi raunhæf friðarhreyfing eða önnur þau öfl sem gætu skapað andspyrnu gegn fyrirætlunum bandaríska hersins um að hefja hér stórfelldar framkvæmdir til að byggja upp betri aðstöðu fyrir stjórntæki kjarnorkuvopnaflota síns í N-Atlants- hafi. Ef friðarhreyfingunum í Evrópu og N-Ameríku tekst að reka af höndum sér skotpalla og kjarnorkueldflaugar og vígbúnaðarráðherrarnir færa kjarnorku- vopn sín í auknum mæli út í hafið umhverfis okkur, þá vantar mikið á að hér sé öflug hreyfing til sporna gegn því. Utanríkisráðherra landsins, Olafi Jóhannessyni, hefur haldist uppi að svara spurningum um vígbúnaðarmál í véfréttastíl, þegar aukið öryggisleysi íslensku þjóðarinnar vegna framkvæmda bandaríska hersins ber á góma. Þá situr ráð- herrann undir verndarvæng Morgunblaðsins. Það er til dæmis út í hött að segja fólki að sprengiheld flugskýli á Keflavíkurflugvelli séu sprengiheld vegna harðrar veðráttu á Reykjanesskaga. Sprengiheldu flugskýlin eru til að vernda flugvélaflota bandaríska hersins gegn sprengjuárás andstæðinganna. Ef kjarnorkuskeyti geigaði eða ef því væri beint að SOSUS hlerunarkerfinu eða olíubirgðunum sem e.t.v. verða geymdar í Helguvík, þá vilja Bandaríkjamenn eiga flugvélaflota sinn í skjóli til að koma honum síðan í slaginn. Ætli andstæð- ingurinn sér að eyða flugvélunum, útheimta sprengiheldu flugskýlin að annað hvort fleiri eða stærri kjarnorkusprengjum verði beitt. Ólafur Jóhannesson gerir sér væntanlega grein fyrir að slíkt er ekki heppilegt fyrir óbreytta borgara í þessu landi. Það er því ástæða til að spyrja: Hvernig þjónar það öryggishagsmunum íslensku þjóðarinnar að flugvélaskýli banda- ríkjahers á Keflavíkurflugvelli skuli vera sprengiheld? ísland: peð í miðtaflinu ? Hvaða hlutverki þjónum við íslendingar í þeirri örlagaskák, sem verður að enda með patti ef mannkynið á ekki að eyða sjálfu sér? 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.