Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 33
Gubmundur Georgsson
Kjarnorkuvopnalaus svæði
Barátta fyrir myndun kjarnorkuvopnalausra svæða til andófs óheftu vígbún-
aðarkapphlaupi hefur harðnað til muna á undanförnum misserum. Þessi
hugmynd er þó engan veginn ný af nálinni, en baráttan hefur færst á annað
svið og umræðan orðið almennari vegna þess að ört vaxandi friðarsamtök
austanhafs og vestan hafa gert kröfuna um kjamorkuvopnalausa Evrópu að
veigamiklum þætti baráttu sinnar og telja að slíkt gæti orðið mikilsvert
framlag í þágu afvopnunar og friðar í heiminum. Þetta er að sjálfsögðu tengt
vaxandi vitund almennings um að hinn geigvænlegi kjarnorkuvígbúnaður
tefli framtíð alls mannkyns í tvísýnu.
Sameinuðu þjóðirnar og kjarnorkuvopnalaus svæði
Til skamms tíma voru hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus svæði einkum
bornar fram af einstökum þjóðarleiðtogum eða ríkjum og ræddar á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna (S.þ.) og almenningi barst oftlega aðeins ómur-
inn af þeim umræðum. A þingi S.þ. hafa verið fluttar 40 tillögur um
kjarnorkuvopnalaus svæði (1) og er áþreifanlegur afrakstur þessa tillögu-
flutnings eftirtaldir fjórir alþjóðasamningar:
1) Bann við öllum hernaðarumsvifum á Suðurskautslandinu, sem var undirritaður
1959 og gerður að frumkvæði Bandaríkjanna.
2) Bann við gereyðingarvopnum í himingeimnum, sem Sovétríkin höfðu frumkvæði
að og var undirritaður 1967.
3) Bann við gereyðingarvopnum á hafsbotni utan 12 mílna landhelgi, sem einnig var
gerður að frumkvæði Sovétríkjanna og undirritaður 1972.
4) Kjarnorkuvopnalaust svæði í Suður- og Miðameríku. Brasilía hreyfði fyrst
þessari hugmynd og samningurinn, sem kenndur er við útborg Mexícóborgar,
Tlateloco, var undirritaður 1967.
Af ofangreindum alþjóðasamningum hlýtur Tlatelocosamningurinn að
skipta mestu í umræðunni um kjarnorkuvopnalaust svæði í Evrópu, enda sá
eini sem nær til byggðra bóla og Jens Evensen tekur raunar talsvert mið af
þeim samningi í tillögum sínum að samningstexta um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd (2).
23