Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 34
Tímarit Máls og menningar Auk þessara samninga er vert að geta samþykktar Allsherjarþings S.þ. 1971 um friðlýsingu Indlandshafs (3), sem unnið hefur verið að síðan. Enn liggur ekki fyrir neinn endanlegur samningur um þessa friðlýsingu, en tilraunir til að friða hafsvæði utan landhelgi hljóta að skipta Islendinga miklu. Það er ljóst að hugmyndin um kjarnorkuvopnalaus svasði á miklu fylgi að fagna meðal ríkja S.þ., þó að ekki hafi verið gengið frá fleiri samningum. Þessi afstaða S.þ. kemur glöggt fram í eftirfarandi grein úr yfirlýsingu aukaallsherjarþings S.þ. um afvopnun 1978, sem var samþykkt án atkvæða- greiðslu: „Afmörkun tiltekinna kjarnorkuvopnalausra svæða á grundvelli sam- komulags sem náð hefur verið þvingunarlaust milli ríkja viðkomandi svæð- is, markar mikilvæg skref í átt til afvopnunar, ef tryggt er að svæðin séu algjörlega kjarnorkuvopnalaus og sú staðreynd sé virt af kjarnorkuvopna- ríkjunum (1).“ Friðarhreyfingar og kjarnorkuvopnalaus svæði Það er því í fullu samræmi við þá stefnu sem S.þ. hafa markað að hin margvíslegu friðarsamtök austanhafs og vestan skuli nú einbeita afli sínu að því að koma á fót kjarnorkuvopnalausum svæðum. I yfirlýsingu evrópskra og bandarískra friðarhreyfinga, sem birt var í Bonn 9. júní 1982 og telja verður eins konar sameiginlega stefnuskrá hinna fjölmörgu og fjölskrúðugu friðarsamtaka, sem hafa sprottið upp eða stóreflst á nýjan leik í Evrópu og Bandaríkjunum á undanförnum árum, er baráttan fyrir kjarnorkuvopna- lausum svæðum sett í öndvegi. Þar segir m.a.: „Við styðjum allt sjálfstætt framtak, sem kemur frá einstökum þjóðum eða svæðum, þ.e.a.s. einhliða viðleitni til að stöðva vopnakapphlaupið og valdataflið sem espar það með því að lönd og svæði séu lýst kjarnorkuvopnalaus hvert á fætur öðru. Lönd og landaklasar ættu af sjálfsdáðum að taka sér frumkvæði og lýsa sig algjörlega laus við kjarnorku- vopn, sem felur í sér að þau hafna eindregið og forðast „vernd“ þá sem kjarnorkuskjöldur býður. Sem friðarhreyfingar munum við efla þetta við- horf kröftuglega í því sameiginlega markmiði að takmarka þau kjarnorku- vopn sem til eru við landsvæði kjarnorkuveldanna, bæði með tilliti til staðsetningar og pólitískra áhrifa þeirra, með atfylgi annarra samtaka. Friðarhreyfingar á þessum svæðum munu miða að því að halda í skefjum og rýra þau vopnabúr sem til eru. Að okkar mati væru risaveldin þá svipt öflugustu vopnum í yfirgangi sínum og þeirri forræðisstefnu sem þau fylgja, og þá færi að koma í staðinn raunvirk slökunarstefna. Við styðjum evrópskt framtak um kjarnorkuvopnalaus svæði í þessum anda, einkum baráttuna 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.