Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 34
Tímarit Máls og menningar
Auk þessara samninga er vert að geta samþykktar Allsherjarþings S.þ. 1971
um friðlýsingu Indlandshafs (3), sem unnið hefur verið að síðan. Enn liggur
ekki fyrir neinn endanlegur samningur um þessa friðlýsingu, en tilraunir til
að friða hafsvæði utan landhelgi hljóta að skipta Islendinga miklu.
Það er ljóst að hugmyndin um kjarnorkuvopnalaus svasði á miklu fylgi að
fagna meðal ríkja S.þ., þó að ekki hafi verið gengið frá fleiri samningum.
Þessi afstaða S.þ. kemur glöggt fram í eftirfarandi grein úr yfirlýsingu
aukaallsherjarþings S.þ. um afvopnun 1978, sem var samþykkt án atkvæða-
greiðslu:
„Afmörkun tiltekinna kjarnorkuvopnalausra svæða á grundvelli sam-
komulags sem náð hefur verið þvingunarlaust milli ríkja viðkomandi svæð-
is, markar mikilvæg skref í átt til afvopnunar, ef tryggt er að svæðin séu
algjörlega kjarnorkuvopnalaus og sú staðreynd sé virt af kjarnorkuvopna-
ríkjunum (1).“
Friðarhreyfingar og kjarnorkuvopnalaus svæði
Það er því í fullu samræmi við þá stefnu sem S.þ. hafa markað að hin
margvíslegu friðarsamtök austanhafs og vestan skuli nú einbeita afli sínu að
því að koma á fót kjarnorkuvopnalausum svæðum. I yfirlýsingu evrópskra
og bandarískra friðarhreyfinga, sem birt var í Bonn 9. júní 1982 og telja
verður eins konar sameiginlega stefnuskrá hinna fjölmörgu og fjölskrúðugu
friðarsamtaka, sem hafa sprottið upp eða stóreflst á nýjan leik í Evrópu og
Bandaríkjunum á undanförnum árum, er baráttan fyrir kjarnorkuvopna-
lausum svæðum sett í öndvegi. Þar segir m.a.:
„Við styðjum allt sjálfstætt framtak, sem kemur frá einstökum þjóðum
eða svæðum, þ.e.a.s. einhliða viðleitni til að stöðva vopnakapphlaupið og
valdataflið sem espar það með því að lönd og svæði séu lýst
kjarnorkuvopnalaus hvert á fætur öðru. Lönd og landaklasar ættu af
sjálfsdáðum að taka sér frumkvæði og lýsa sig algjörlega laus við kjarnorku-
vopn, sem felur í sér að þau hafna eindregið og forðast „vernd“ þá sem
kjarnorkuskjöldur býður. Sem friðarhreyfingar munum við efla þetta við-
horf kröftuglega í því sameiginlega markmiði að takmarka þau kjarnorku-
vopn sem til eru við landsvæði kjarnorkuveldanna, bæði með tilliti til
staðsetningar og pólitískra áhrifa þeirra, með atfylgi annarra samtaka.
Friðarhreyfingar á þessum svæðum munu miða að því að halda í skefjum og
rýra þau vopnabúr sem til eru. Að okkar mati væru risaveldin þá svipt
öflugustu vopnum í yfirgangi sínum og þeirri forræðisstefnu sem þau fylgja,
og þá færi að koma í staðinn raunvirk slökunarstefna. Við styðjum evrópskt
framtak um kjarnorkuvopnalaus svæði í þessum anda, einkum baráttuna
24