Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 39
Kjarnorkuvopnalaus svxði að herstjórnaráætlanir NATÓ gera ráð fyrir notkun kjarnorkuvopna (7, 10). Þetta er að vísu fræðilegur möguleiki, því að strategían hlýtur ætíð að vera í endurskoðun, en það kynni að verða þungt fyrir fæti, því að hvert einstakt aðildarríki hefur neitunarvald þegar um er að ræða breytingar á strategíu NATÓ og ljóst er að samkvæmt ummælum Alexander Haigs fyrrum utanríkisráðherra eru Bandaríkin andvíg hugmyndinni um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd og sama gildir um Helmut Schmidt fyrrum Þýskalandskanslara. Friðarsamtök á Norðurlöndum og kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Lítum þá á hvað friðarsamtök á Norðurlöndum hafa gert og hvaða spurn- ingar þau eru að fást við. Samtökin Nei til Atomvápen í Noregi hafa haft frumkvæði í samstarfi friðarhreyfinga á Norðurlöndum og kallað saman samráðsfundi. Þessi samtök voru upphaflega andvíg því að Island yrði með í kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Þessi afstaða kom strax fram þegar efnt var til Friðargöngunnar miklu í Evrópu 1981. Síðari hluta vetrar það ár barst Samtökum hernámsandstæðinga (SHA) boð frá norrænni undirbúningsnefnd (sem fleiri hérlend samtök hafa væntanlega einnig feng- ið) um þátttöku í Friðargöngunni, en Island væri þó ekki með í kröfunni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd sem þar yrði höfð uppi. SHA kváðust að sjálfsögðu styðja kröfurnar um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd sem bornar yrðu fram, en hörmuðu og gagnrýndu harðlega að Island skyldi ekki vera með í þessum kröfum. Því var svarað á þá lund, að það þætti ekki raunsætt að taka Island með, amk. ekki í fyrstu. Röksemdir fyrir þessari afstöðu er að finna í grein eftir Erik Alfsen (11) og vinnuplaggi starfshóps á vegum Nei til Atomvápen sem lagt var fyrir samráðsfund norrænna friðarsamtaka og SHA tóku þátt í í júní s.l. (10). Mat þessara aðila var að ísland væri strategískt hluti af Norður-Atlantshafinu og svo veigamikill þáttur í bandarísku öryggiskerfi, að aðild Islands að svæðinu myndi gera alla samninga um svæðið mun erfiðari. Að auki væri það svo, að þótt Bandaríkin hefðu líklega ekki kjarnorkuvopn á Islandi nú, þá hafi þau hins vegar ekki viljað staðfesta það. Svipuð afstaða var til Grænlands, vegna þess að þar væri um sameiginlega ábyrgð Bandaríkjanna og Danmerkur að ræða, en þótt Bandaríkin væru ráðandi aðli hefðu Danir slíka möguleika á eftirliti, að það virtist ljóst að þar væru ekki kjarnorkuvopn að undantekn- um hugsanlegum flutningum. Færeyjar voru ekki heldur teknar með í byrjun á þeim forsendum, að þær mundu vegna legu sinnar gegna alltöðru 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.