Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 40
Tímarit Máls og menningar
hlutverki en Danmörk sjálf. Þessi afstaða hefur gjörbreyst og nú eru öll
þessi lönd talin með í umræðum friðarsamtakanna á Norðurlöndum um
kjarnorkuvopnalaust svæði. SHA hafa lagt áherslu á það í samskiptum við
friðarsamtök í Evrópu að Island yrði tekið með í kröfuna, en ekki skal
fullyrt að það hafi skipt sköpum. Islendingar, einkum námsmenn í Osló,
Kaupmannahöfn, Gautaborg og e.t.v. víðar, hafa verið ötulir talsmenn, og
þingmenn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks hafa lagt málinu lið. En
máske hefur það skipt höfuðmáli að Norðmönnum er sjálfum orðið ljóst að
stöðu þeirra svipar mjög til stöðu Islands og gildir það einkum um norskar
stöðvar fyrir gagnkafbátahernað á Norður-Atlantshafi (9, 13) en einnig
birgðastöðvar sem Norðmenn hafa nú komið upp fyrir Bandaríkjaher, þótt
ekki sé um erlendan her að ræða á friðartímum. Þó að þessar stöðvar séu því
ekki fyllilega sambærilegar við herstöðvar Bandaríkjanna hérlendis er orðið
mjótt á mununum, eins og glöggt kemur fram í grein Olafs Ragnars
Grímssonar í þessu tímariti 1981 (14).
Eins og að ofan greinir eru friðarsamtök á Norðurlöndum, þar með talin
SHA, að vinna að nánari útfærslu hugmyndarinnar um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd og skal hér drepið á helstu atriði sem hafa verið og eru raunar
að nokkru enn til umræðu.
1) Tilgangur: A þetta ber að líta sem skref til kjarnorkuvopnalausrar
Evrópu. Mikilvægasti ávinningurinn væri að draga úr spennu, vígbúnaði og
hindra stríð. Kjarnorkuvopn eru skotmörk og með því að fjarlægja þau
minnkar hættan á að löndin verði eydd í stríði. Hins vegar ber að forðast þá
tálsýn að unnt sé að skapa sér öruggt skjól. Við hljótum þó að viður-
kenna sjónarmið fólks sem vill leggja þessari baráttu lið útfrá þeirri
forsendu að það vilji forða landi sínu frá því að verða skotmark í kjarnorku-
styrjöld.
2) Mörk svtedisins: I umræðum um mörk svæðisins hefur verið ráðandi
að vega og meta hvað sé æskilegt og hvað sé mögulegt, með það að
leiðarljósi að því minna sem svæðið yrði þeim mun minna gildi hefði það
útfrá öryggissjónarmiðum.
Þeirri hugmynd að bæta við eins konar útþynningarsvæði utan Norður-
landa, eins og m.a. var áberandi í umræðum Svía um áætlanir Kekkonens á
sínum tíma, er hafnað. Meðal annars hefur verið bent á að meginhluti
vígbúnaðar Sovétríkjanna á Kolaskaga og í Eystrasaltslöndum séu strategísk
kjarnorkuvopn og þeim sé beint gegn tilsvarandi vopnum sem eru ekki
staðsett á Norðurlöndum. Hins vegar er bent á að í viðbótarákvæðum mætti
semja um skammdrægar eldflaugar á Leningradsvæðinu og sunnan við
Murmansk sem beint er gegn Norðurlöndum. Þess má geta að Bresjneff lét í
það skína í fyrra að e-ð slíkt kæmi til greina af hálfu Sovétríkjanna.
30
\