Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 47
Við erum öll ábyrg Roosevelt Bandaríkjaforseta. Þar sögðu þeir að aldrei mætti nota kjarnorku- sprengjur gegn almennum borgurum. Bréfið barst forsetanum daginn sem hann dó og það lá óopnað á skrifborði hans. Truman sem tók við forsetaembættinu sá aldrei þetta bréf og hann var illa upplýstur um leyni- vopnið og afleiðingar þess. Nú veit auðvitað enginn hvort aðvaranir vísinda- mannanna hefðu skipt nokkru máli, en hitt vitum við að þegar flugvélin hóf sig til lofts að morgni 6. ágúst 1945 með kjarnorkusprengju innanborðs, hófst nýr kapítuli í sögu mannkynsins. Sprengjunni var varpað á Hirosima með þeim afleiðingum að 300 þús. manns létu lífið. Tveimur dögum síðar var annarri sprengju kastað á Nagasaki. Ráðamenn í vestri voru óskop glaðir á yfirborðinu. Hitler og hans lið var gjörsigrað og Japanir lamaðir eftir að hundruð þúsunda almennra borgara stiknuðu í vítislogum hel- sprengjunnar. Undir niðri skelfdust menn það afl sem leyst var úr læðingi og enginn vissi hvaða afleiðingar kynni að hafa fyrir mannkynið. Allt frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar hafa risaveldin keppst við að framleiða æ fullkomnari drápstæki. Hundruð manna eyða vinnudegi sínum í að gera skrifborðsáætlanir um það hvernig megi útrýma nokkur hundruð milljónum manna og nú síðast hugleiða herforingjar NATO hvernig unnt verði að sprengja bara eina litla sprengju, kála svo sem eins og nokkrum milljónum, langt í burtu að sjálfsögðu og kenna andstæðingnum þar með að halda sig á mottunni (það heitir takmarkað kjarnorkustríð). Allan sjötta áratuginn voru gerðar tilraunir með kjarnorkuvopn í and- rúmsioftinu. Rússar sprengdu í Síberíu og Bandaríkjamenn í Nevadaeyði- mörkinni og á Bikinieyjum í Kyrrahafinu. Bikinimenn voru keyptir í burtu með alls kyns glingri, þeim var talin trú um að með því að flytja gerðu þeir mannkyninu stórkostlegan greiða. En það voru bara sumir látnir flytja. Þeir sem eftir urðu voru notaðir sem tilraunadýr hersins. I heimildamyndinni Kaffistofa kjarnorknnnar sem sýnd var á bandarísku kvikmyndavikunni sl. haust var kafli úr mynd sem upplýsingadeild bandaríska hersins gerði á eyjunum. Þar sást hvar fólk var skoðað nokkru eftir að sprengt var í nágrenninu. Brunasár komu fram, hár og tennur losnuðu, fólkið var að veslast upp og deyja. Heima fyrir var fólki kennt að þegar flauturnar boðuðu kjarnorkuárás þyrfti ekki annað en að skutla sér niður og grípa um hausinn, betra þó að komast smástund í byrgi. Þegar geislavirkni fór að mælast í mjólk og vatni á norðurhveli jarðar um 1960 var mótmælt svo kröftuglega að risaveldin settust við samningaborðið og sömdu 1962 um bann við kjarnorkutilraunum í andrúmsloftinu. Meðal þjóða sem ekki undirrituðu sáttmálann voru Frakkar og Kínverjar. Um 1970 háðu íbúar Astralíu, Nýja Sjálands og Kyrrahafseyjanna harða baráttu gegn Frökkum, sem sprengdu og sprengdu og dembdu geislavirku úrfelli 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.