Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 52
Tímarit Mdls og menningar
Við lestur greina Helen Caldicott læðist að manni sá óþægilegi grunur að
við séum komin allt of langt niður í dimma dali til að komast nokkurn tíma
aftur upp á tindinn. Virðingarleysið við náttúruna er slíkt, græðgin og
gróðahyggjan svo ríkjandi að vandséð er hvernig hægt verður að beygja inn
á mjóa veginn mannkyninu til bjargar. En — meðan til er fólk sem berst,
meðan milljónir manna um allan heim mótmæla, þá er von. Við verðum að
trúa því að hægt sé að stöðva dauðadansinn. Við verðum að leggja okkar af
mörkum til varðveislu friðar í heiminum. Okkar skerfur hlýtur að vera sá að
knýja íslensk stjórnvöld til að taka afstöðu gegn vígbúnaði jafnt heima fyrir
sem á alþjóðavettvangi, vísa kjarnorku og kjarnorkuvopnum á bug og stuðla
þannig að sigri skynseminnar yfir tortímingaröflunum.
1) Helen Caldicott er fædd í Ástralíu 1938. Hún lærði læknisfræði og stundaði
framhaldsnám í barnalækningum í Bandaríkjunum. Hún starfaði í nokkur ár í
heimalandi sínu, en flutti síðan til Bandaríkjanna. Fyrir u.þ.b. tveimur árum
sagði hún upp stöðu sinni við Harvard háskólann til að geta helgað líf sitt
friðarbaráttunni. Hún er formaður læknasamtaka sem kallast Pbysicians for
Social Responsebility, en þau hafa m.a. beitt sér fyrir fræðslu um afleiðingar
geislavirkni. Helen Caldicott hefur ferðast víða, m.a. um Skandinavíu og flutt
fyrirlestra. Hún hefur heimsótt Sovétríkin og átt hlut að samstarfi lækna frá
mörgum löndum um kynningu á skaðsemi geislunar. Helen Caldicott er einn
þeirra einstaklinga sem undirrituðu yfirlýsingu evrópskra og bandarískra friðar-
hreyfinga sem samþykkt var í Bonn 9. júní 1982.
2) Reyndar hefur Rússinn Zhores Medvedev skrifað bók um þennan atburð, sem
heitir Nuclear Disaster in the Urals, gefin út hjá Angus og Robertsson 1979.
HEIMILDIR:
Helen Caldicott: Ved Korsvejen, fjölritaður fyrirlestur gefinn út af Nordisk Kvinde-
seminar 1982.
Helen Caldicott: Sammenhengen mellom atomkraft og atomváben, Kvinneverksted-
et Oslo 1982.
Viðtöl Evu Norland og Berit Ás við Helen Caldicott og Bill Caldicott í þáttaröðinni
Norden og atomváben, myndband í eigu Menningar- og friðarsamtaka íslenskra
kvenna.
x
42