Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 53
Einar Kdrason Hringsól um braggahverfið Var þetta kannski daginn sem Hreggviður reyndi að setja heimsmet í kúluvarpi? Sama daginn og sendinefndin kom úr listamannablokk- inni? Þá voru Baddi og Grjóni báðir að verða þrettán ára og það var haust og þeir skrópuðu báðir í skólanum, sem ekki taldist til tíðinda. Grjóni bar út Vísi, hann hafði tekið uppá því hjá sjálfum sér til að eiga stundum vasapening einsog hinir strákarnir en þegar til kom fóru yfirleitt þessar klipnu krónur sem hann vann sér inn með blaðburðinum í mat handa mömmu hans og systkinum. Svæðið var braggahverfið og blokkirnar, 43 blöð. Hann fékk oftast fimmtíu, hlunnindin sem fylgdu starfinu voru aukablöðin, þau átti hann sjálfur og seldi fyrir krónu stykkið. Þetta var á mánudegi og allir vildu lesa Vísi, næstsíðasta umferðin í Islandsmótinu hafði verið um helgina, olíuskip strandaði við Reykjanes, allt í sóma í Oklahóma. Baddi bar ekki út nein blöð, gömlu hjónin hefðu aldrei tekið í mál að hann færi að slíta sér út við það. Enda pössuðu rólegheitin blessuðum drengnum ágætlega, að sofa til hádegis og vera svo eitthvað að dunda sér á daginn. Kannski tölta út á Káravöll í smá fótbolta um kvöldið. Þegar Grjóni skaust út úr braggamyrkrinu uppúr hádeginu með bláa Vísispokann yfir öxlina var Baddi búinn að skera út markskífu í vaskahússvegginn og var að æfa sig að skutla í hana rýtingi úr skátabúðinni. Grjóni dáðist að skífunni, tíu hringir hver utanum annan merktir tölustöfum sem í voru grafnir með skrautskrift. Baddi var orðinn nokkuð leikinn með hnífinn, fékk hann yfirleitt til að stingast einhversstaðar í skífuna eða nágrenni hennar, en Grjóni var klunni, með alla sína þumalputta og þegar hann fékk að prufa grýtti hann rýtingnum flötum eða á skaftið einhversstaðar í húsvegginn. Þeir voru eins klæddir: í túttugúmmískóm, ullarháleistum, víðum buxum og peysu. Báðir voru þeir kámugir af sóti og óhreinindum, en 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.