Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 53
Einar Kdrason
Hringsól um braggahverfið
Var þetta kannski daginn sem Hreggviður reyndi að setja heimsmet í
kúluvarpi? Sama daginn og sendinefndin kom úr listamannablokk-
inni? Þá voru Baddi og Grjóni báðir að verða þrettán ára og það var
haust og þeir skrópuðu báðir í skólanum, sem ekki taldist til tíðinda.
Grjóni bar út Vísi, hann hafði tekið uppá því hjá sjálfum sér til að
eiga stundum vasapening einsog hinir strákarnir en þegar til kom
fóru yfirleitt þessar klipnu krónur sem hann vann sér inn með
blaðburðinum í mat handa mömmu hans og systkinum. Svæðið var
braggahverfið og blokkirnar, 43 blöð. Hann fékk oftast fimmtíu,
hlunnindin sem fylgdu starfinu voru aukablöðin, þau átti hann
sjálfur og seldi fyrir krónu stykkið.
Þetta var á mánudegi og allir vildu lesa Vísi, næstsíðasta umferðin í
Islandsmótinu hafði verið um helgina, olíuskip strandaði við
Reykjanes, allt í sóma í Oklahóma.
Baddi bar ekki út nein blöð, gömlu hjónin hefðu aldrei tekið í mál
að hann færi að slíta sér út við það. Enda pössuðu rólegheitin
blessuðum drengnum ágætlega, að sofa til hádegis og vera svo
eitthvað að dunda sér á daginn. Kannski tölta út á Káravöll í smá
fótbolta um kvöldið.
Þegar Grjóni skaust út úr braggamyrkrinu uppúr hádeginu með
bláa Vísispokann yfir öxlina var Baddi búinn að skera út markskífu í
vaskahússvegginn og var að æfa sig að skutla í hana rýtingi úr
skátabúðinni. Grjóni dáðist að skífunni, tíu hringir hver utanum
annan merktir tölustöfum sem í voru grafnir með skrautskrift. Baddi
var orðinn nokkuð leikinn með hnífinn, fékk hann yfirleitt til að
stingast einhversstaðar í skífuna eða nágrenni hennar, en Grjóni var
klunni, með alla sína þumalputta og þegar hann fékk að prufa grýtti
hann rýtingnum flötum eða á skaftið einhversstaðar í húsvegginn.
Þeir voru eins klæddir: í túttugúmmískóm, ullarháleistum, víðum
buxum og peysu. Báðir voru þeir kámugir af sóti og óhreinindum, en
43