Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 54
Tímarit Máls og menningar það sást minna á dökku yfirbragði Badda helduren Grjóna sem var svo ljós og fölur. Svo settust þeir bakvið spýtnadraslið sem ennþá lá í haug við Gamla húsið og hafði orðið afgangs þegar það var byggt árið áður. Tomma gamla fannst engin ástæða til að henda því eða farga enda gat timbrið komið sér vel í vetrarhörkum þegar lítið var til af kolum á heimilum hverfisins. Félagarnir földu sig þarna bakvið með nokkra sígarettustubba sem Baddi hafði laumað á sig úr öskubökkum. Þeir litu flóttalega í kringum sig þegar þeir heyrðu einhvern koma og földu stubbana í lófunum en það var þá bara Danni bróðir að koma heim úr skólanum. Þeir buðu honum reyk með hæðnislegri vinsemd en hann hristi höfuðið áhyggjufullur og vissi mæta vel að reykingar drykkja og fjárhættuspil vörðuðu beinu leiðina til glötunar. Takið aldrei fyrsta staupið! — Hann er ekki einsog litli bróðir minn, sagði Grjóni. — Diddi er alltaf fullur, ekki einusinni orðinn tólf ára. — Danni er ekki nema tíu, sagði Baddi. — Danni er ekki eins mikill aumingi og Diddi. — Það er ekkert að marka þó hann sé sterkur, hann er samt aumingi ma—ur. — Nau! Hjadna er mynd af Hreggviði kúluvarpara! sagði Grjóni sem var að fletta Vísi. ★ Þarna var verið að næla medalíu í kappann þungbúinn svartskeggjað- an og úfinn. Hann átti heima í bragganum við hliðiná Grjóna, var tveir metrar á hæð og 150 kílóa þungur og lifði á örorkubótum. Einn af sterkustu mönnum í heimi, gat loftað bílum. Hann lyfti stundum bílum hjá listamannablokkinni þegar hann var í góðu skapi og búinn að fá sér nokkra sopa, þá greip hann í stuðara og sneri einhverjum bílnum þversum þannig að vonlaust var að hreyfa hann afturábak eða áfram í stæðinu og raunar alveg óskiljanlegt hvernig bíllinn gat lent svona. Kunnir leikritahöfundar og sviðsmyndasmiðir stóðu útá plani og horfðu á undrið og að lokum var hálf sinfóníuhljómsveitin komin til að jaga farartækinu aftur í mögulega akstursstefnu. Einu sinni þegar Hreggviður reiddist inní bragganum sínum sló hann svo fast í 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.