Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 63
Hringsól um braggahverfið Vísi og klósettpappírinn; að það skifti litlu máli hvort menn keyftu, og þó, klósettpappírinn væri náttúrlega að því leyti betri að það var mýkra að skeina sér á honum. Samt þáði hann eitt blað fyrir túrinn og björgunina áður en hann lét þá út við Káravöllinn. ★ Þar hékk slæðingur íþróttamanna, frömuða og áhugamanna sem hímdu með bakið á hettuúlpunum uppí vindinn og skóku skankana. Hreggviður var í keppnisbúningnum sínum, víðum gallabuxum sem strengdust yfir mittið, axlabönd yfir köflótta flónelskyrtu sem ermarnar höfðu verið rifnar af og berfættur í uppreimuðum striga- skóm. Hann talaði manna hæst og hristi risavaxnar hendurnar. Nokkrir fullir karlar sátu á trébekk í dálítilli fjarlægð frá aðalhópn- um, við og við skálmaði Hreggviður syngjandi yfir til þeirra, sagði eitthvað og hláturinn dundi hávær einsog skipsflautukór við áramót, svo hellti hann einhverju í andlitið á sér, gretti sig og hló meira. Bergrisinn. Tröllið. Einsog vígalegustu kapparnir úr Gold Key og Dell blöðunum. Ennþá voru vinirnir að þvælast með þennan bölvaða klósettpappír. Loksins fundu þeir út til hvers hann gat verið nytsamlegur, það var gaman að kasta svona rúllum, þær flugu hátt og lengi einsog flug- drekar, rúlluðust út á fluginu og skildu eftir sig langan hvítan hala í loftinu. Þeir þeystu nokkrum rúllum útí móa. Þær svifu. Mislangt. Þeir fóru að metast um hvor þeirra gæti kastað lengra, komust í keppnisham einsog hinir íþróttamennirnir og úrþví kasthringurinn við vallarendann stóð auður hlupu þeir þangað með skeinisbirgð- irnar. Kasthringurinn var steypt hella á mölinni, kannski tæpur einn og hálfur metri í þvermál. I nokkurri fjarlægð voru dregnir hálfhringir sem mörkuðu metrafjöldann frá hringnum, frá tíu til tuttugu. Nokkru utan við miðju strikaklasans hafði litlum íslenskum fána verið stungið í jörðina. Fjær var veifa með mynd af hnettinum skornum í tvo helminga. Þá veifu átti Hreggviður sjálfur frá því hann var í millilandasiglingum sem vélameðhjálpari. Strákarnir stilltu sér upp í hringnum og byrjuðu að henda klósett- rúllunum, ein af annarri svifu þær út yfir hálfhringina og gráhvítar 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.