Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 63
Hringsól um braggahverfið
Vísi og klósettpappírinn; að það skifti litlu máli hvort menn keyftu,
og þó, klósettpappírinn væri náttúrlega að því leyti betri að það var
mýkra að skeina sér á honum. Samt þáði hann eitt blað fyrir túrinn
og björgunina áður en hann lét þá út við Káravöllinn.
★
Þar hékk slæðingur íþróttamanna, frömuða og áhugamanna sem
hímdu með bakið á hettuúlpunum uppí vindinn og skóku skankana.
Hreggviður var í keppnisbúningnum sínum, víðum gallabuxum
sem strengdust yfir mittið, axlabönd yfir köflótta flónelskyrtu sem
ermarnar höfðu verið rifnar af og berfættur í uppreimuðum striga-
skóm. Hann talaði manna hæst og hristi risavaxnar hendurnar.
Nokkrir fullir karlar sátu á trébekk í dálítilli fjarlægð frá aðalhópn-
um, við og við skálmaði Hreggviður syngjandi yfir til þeirra, sagði
eitthvað og hláturinn dundi hávær einsog skipsflautukór við áramót,
svo hellti hann einhverju í andlitið á sér, gretti sig og hló meira.
Bergrisinn. Tröllið. Einsog vígalegustu kapparnir úr Gold Key og
Dell blöðunum.
Ennþá voru vinirnir að þvælast með þennan bölvaða klósettpappír.
Loksins fundu þeir út til hvers hann gat verið nytsamlegur, það var
gaman að kasta svona rúllum, þær flugu hátt og lengi einsog flug-
drekar, rúlluðust út á fluginu og skildu eftir sig langan hvítan hala í
loftinu. Þeir þeystu nokkrum rúllum útí móa. Þær svifu. Mislangt.
Þeir fóru að metast um hvor þeirra gæti kastað lengra, komust í
keppnisham einsog hinir íþróttamennirnir og úrþví kasthringurinn
við vallarendann stóð auður hlupu þeir þangað með skeinisbirgð-
irnar.
Kasthringurinn var steypt hella á mölinni, kannski tæpur einn og
hálfur metri í þvermál. I nokkurri fjarlægð voru dregnir hálfhringir
sem mörkuðu metrafjöldann frá hringnum, frá tíu til tuttugu.
Nokkru utan við miðju strikaklasans hafði litlum íslenskum fána
verið stungið í jörðina. Fjær var veifa með mynd af hnettinum
skornum í tvo helminga. Þá veifu átti Hreggviður sjálfur frá því hann
var í millilandasiglingum sem vélameðhjálpari.
Strákarnir stilltu sér upp í hringnum og byrjuðu að henda klósett-
rúllunum, ein af annarri svifu þær út yfir hálfhringina og gráhvítar
53