Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 64
Tímarit Máls og menningar pappírsflækjur þvældust á mölinni sem fékk á sig öskuhaugasvip. Þeir gleymdu sér við kastkeppnina og hrukku ekki upp fyrren mótshaldarar og íþróttamenn komu hlaupandi í átt til þeirra með skömmum og formælingum. Hver hefur leyft ykkur þetta? Pörupilt- ar! Skemmdarvargar! Glímukóngur úr Eyjafirðinum hrinti Badda svo harkalega að hann skall á höfuðið og hruflaði sig og reif til blóðs á kinninni. Aðrir gripu Grjóna með fantabrögðum, hann stympaðist á móti og að lokum tókst honum að bíta í fingurinn á einhverjum nefndarformanni frá íþróttaráði Reykjavíkur. Opin og fyrirgangurinn vöktu athygli Hreggviðs sem sestur var á bekkinn hjá fyllibyttunum, hann kom skálmandi út að kasthringnum og þegar hann sá hvað um var að vera tvístraði hann mótshöldurum í allar áttir, lagði hendurnar yfir axlir strákanna og spurði hvern djöfullinn það ætti að þýða að ráðast svona með ofbeldi á unglingana. Blóðið fossaði úr fingri nefndarformannsins, einhver tók þvældan klósettpappír uppúr mölinni og bauðst til að vefja um puttann. Reiðilegur maður í æfingagalla hélt ennþá í Grjóna, sem reif sig lausan og kýldi olnboganum í andlit mannsins. Rifrildið og hama- gangurinn magnaðist aftur, hendur bentu á pappírsvöðlið og háværar raddir kvörtuðu undan óuppdregnum braggalýð. Undir verndar- væng heljarmennisins voru strákarnir til í allt. Baddi sagði eyfirska glímukappanum að ríða ömmu sinni og Grjóni sló hattinn af litlum frakkaklæddum manni sem var svo æstur að hann var farinn að blána í framan, yfir öll lætin drundi þrumuraust Hreggviðs sem tilkynnti að sér væri að mæta ef einhver dirfðist að leggja hendur á þessa vini sína og til að leggja áherslu á það hóf hann litla frakkaklædda manninn á loft og fleygði honum út í þvöguna. Þegar allt var að sjóða uppúr kom Tommi gamli á vettvang, hann hafði orðið var við lætin úr búðinni sinni og ákvað að stilla til friðar. Hann gekk inní hópinn, leit í augu nokkurra manna og talaði lágt svo að allir þurftu að þagna til að heyra hvað hann sagði, það voru örfá orð um markmið og gildi íþrótta og félagsstarfs, einhverjir áttu að hafa vit á því að æsa sig ekki yfir smámunum, þið tínið þetta upp strákar mínir og svo er það gleymt, Tommi sagði fáein orð prívat við Hreggvið sem varð ljúfur einsog lamb, strákarnir voru fljótir að rusla saman pappírsdraslinu og eftir andartak var allt orðið svo rólegt að enginn hefði getað hækkað röddina eða æst sig án þess að gera sig að 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.