Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 70
Tímarit Máls og menningar hjólhestageymslunni. Eitt var öllum ljóst: Svona gekk þetta ekki lengur. Sellóleikari úr sinfóníuhljómsveitinni var manna æstastur, hann vildi að allir legðust á eitt um að fá því framgengt að hverfið yrði jafnað við jörðu hið snarasta. Nefið á þessum hljóðfæraleikara var bólgið og plástrað eftir átökin niðri við geymslukompurnar fyrr um daginn. Sellóleikarinn sagði þá sögu á fimm mínútna fresti, geymsluhafinn sem strákarnir höfðu stolið klósettpappírnum frá bakkaði hann upp með því að sýna hvernig umhorfs var í kompunni hjá sér, flestir höfðu sömu sögu að segja, orðið fyrir aðkasti af hálfu braggaskríls- ins, það hafði verið brotist inn hjá þeim, hjólum stolið, snjóboltar og grjót dunið á rúðunum, bílar verið eyðilagðir. Nokkrar mæður lýstu því yfir að þær þyrðu ekki að hleypa börn- unum sínum einum út eftir að skyggja tæki, aðrar konur kváðust sjálfar ekki þora út og í ljós kom að ein móðirin hafði ekki aðeins haldið börnunum sínum inni, sjálf hafði hún ekki þorað út fyrir hússins dyr að heitið gæti frá því hún flutti inn, hvorki í myrkri né björtu, af ótta við mannvonsku braggaskrílsins. Glottuleitur leikari bað fólk um að sýna stillingu, þetta væri að verða hreinn farsi. Hann hló að mæðrunum sem ekki hleyptu börnunum sínum út. — Þetta er nú ekkert nema klár hystería! — Nú? Vilt þú að börnin þín lendi í slagtogi með þessum skríl? Það var alveg andskotalaust af hans hálfu, það hefðu meira að segja komið einhverjir braggaguttar inn með elsta syni hans um daginn að drekka kakó! Ja, það væri þá ekki furða að börnin hans væru send heim unnvörpum úr skólanum með lús! vildu kellingarnar meina. Þau höfðu svosem ekki verið send unnvörpum, enda ekki þeim fjölda til að dreifa, en reyndar væri það rétt að annar sonur hans hafði einu sinni smitast af lús, en það þætti honum sárasaklaust, hún hafði verið þvegin úr hárinu á tíu mínútum með meðali sem fengist í öllum apótekum. Þetta var að þróast uppí hávaðarifrildi. Leikarinn var útnefndur svikari og málsvari drykkjuskríls og aumingja, en hann vildi hinsveg- ar meina að þetta fólk í braggahverfinu væri ekki ómerkilegra en margt af því sem í fínni húsum byggi og hefði virðulegri titla. 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.