Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 72
Tímarit Máls og menningar kjömsuðu og smjöttuðu á hnossgætinu og sakleysisleg augu þeirra glóðu, þau horfðu löngunaraugum á pokann, langaði í meira án þess að þora að biðja um það; Grjóni rétti þeim berin og sagði að þau mættu eiga þetta allt. Þegar bóndinn kom út voru börnin ljómandi af hamingju með pokann á milli sín og útmökuð í berjasafa. Hann leit forviða á þau og spurði einhvers, en þau bentu himinlifandi á Grjóna. Bóndinn opn- aði bílhurðina og horfði efins á bætta og skítuga larfana sem héngu utaná strákunum. — Varst þú að gefa börnunum þetta? — Já okkur fannstidekki gott. — Hvar fenguð þið öll þessi ber? — Vi keyftumðau inní búðinni. — Ég er svo aldeilis . . . bóndinn bað þá um að hinkra og snaraðist inní verslunina, skiftist á nokkrum orðum við afgreiðslukonuna, og kom svo aftur út, ráðvilltur á svip. — Ja, þetta var nú fallegt af þér vinur, hvar eigið þið heima? Þeir bentu á braggahverfið og bóndinn strauk sér vandræðalegur um vangann. — Selurðu Vísi? — Þeir eru allir búnir. — Já, ég meinti það nú ekki vinur, hann tvísté smástund á stéttinni, svifti svo yfirbreiðslunni ofan af vagninum, kippti upp fimmtíu kílóa strigapoka með kartöflum og sagði við Grjóna: — Farðu og gefðu mömmu þinni þetta vinur. Hann setti nokkrar rófur í poka fyrir Badda svo hann fengi eitthvað líka. Svo ók hann af stað og krakkarnir voru ennþá að vinka strákunum útum afturgluggann þegar jeppinn hvarf. Þeir roguðust af stað heim með níðþungan sekkinn á milli sín. ★ Tommi var alltaf að girða sig, ekki síst ef hann talaði við einhvern, reglubundið lét hann víðar buxurnar síga niðrá lærin, svipti skyrtu- löfunum til þannig að þau lögðust slétt utaná síðar nærbrækurnar, kippti svo buxnastrengnum aftur uppá mittið og hneppti. Sumir strjúka sér um vangann eða baða út höndunum þegar þeir 62
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.