Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 72
Tímarit Máls og menningar
kjömsuðu og smjöttuðu á hnossgætinu og sakleysisleg augu þeirra
glóðu, þau horfðu löngunaraugum á pokann, langaði í meira án þess
að þora að biðja um það; Grjóni rétti þeim berin og sagði að þau
mættu eiga þetta allt.
Þegar bóndinn kom út voru börnin ljómandi af hamingju með
pokann á milli sín og útmökuð í berjasafa. Hann leit forviða á þau og
spurði einhvers, en þau bentu himinlifandi á Grjóna. Bóndinn opn-
aði bílhurðina og horfði efins á bætta og skítuga larfana sem héngu
utaná strákunum.
— Varst þú að gefa börnunum þetta?
— Já okkur fannstidekki gott.
— Hvar fenguð þið öll þessi ber?
— Vi keyftumðau inní búðinni.
— Ég er svo aldeilis . . . bóndinn bað þá um að hinkra og snaraðist
inní verslunina, skiftist á nokkrum orðum við afgreiðslukonuna, og
kom svo aftur út, ráðvilltur á svip.
— Ja, þetta var nú fallegt af þér vinur, hvar eigið þið heima?
Þeir bentu á braggahverfið og bóndinn strauk sér vandræðalegur
um vangann.
— Selurðu Vísi?
— Þeir eru allir búnir.
— Já, ég meinti það nú ekki vinur, hann tvísté smástund á
stéttinni, svifti svo yfirbreiðslunni ofan af vagninum, kippti upp
fimmtíu kílóa strigapoka með kartöflum og sagði við Grjóna:
— Farðu og gefðu mömmu þinni þetta vinur. Hann setti nokkrar
rófur í poka fyrir Badda svo hann fengi eitthvað líka.
Svo ók hann af stað og krakkarnir voru ennþá að vinka strákunum
útum afturgluggann þegar jeppinn hvarf. Þeir roguðust af stað heim
með níðþungan sekkinn á milli sín.
★
Tommi var alltaf að girða sig, ekki síst ef hann talaði við einhvern,
reglubundið lét hann víðar buxurnar síga niðrá lærin, svipti skyrtu-
löfunum til þannig að þau lögðust slétt utaná síðar nærbrækurnar,
kippti svo buxnastrengnum aftur uppá mittið og hneppti.
Sumir strjúka sér um vangann eða baða út höndunum þegar þeir
62