Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 77
Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis
Eftir Nínu Björk Árnadóttur eru alls 5 ljóð. Af þeim eru 2 úr Ungum
Ijódum (1965) og 3 úr Undarlegt er að spyrja mennina (1968), en ekkert úr
Börnin í garðinum (1971), Fyrir bórn ogfullorðna (1975) eða Mín vegna og
þín (1977).
Nýjasta verkið í ritinu og það eina sem ekki hefur birst áður á prenti er
smásagan „The Song of the Reindeer" eða Söngur hreindýrsins eftir að-
stoðarritstjórann Kristjönu Gunnars. Segir þar frá kvennafangelsinu á Ak-
ureyri og hreindýraskytteríi íslenskra ungmenna við Keili á jólaföstu.
Kristjana skrifar á ensku og hefur dvalist langdvölum í Bandaríkjunum og
Kanada, og ber sagan með sér að höfundur er nokkuð ókunnugur íslenskum
staðháttum. Raunar stendur þessi saga of fjarri íslenskum veruleika til þess
að hún gæti birst á íslensku fyrir íslenska lesendur, sem flestir vita að
hreindýraveiðar fara ekki fram á jólaföstu og allra síst á Reykjanesinu. Þar
við bætist að hún er ekki með öllu laus við þá framandlegu mynd sem
margir útlendingar gera sér af Islandi og því frumstæða lífi sem þar muni
vera lifað. Sagan er langt frá því að vera á nokkurn hátt dæmigerð fyrir það
sem verið er að skrifa á Islandi í dag, og er vandséð hvaða erindi hún á í þetta
rit.
Val höfunda er vitaskuld alltaf umdeilanlegt, og verður ekki farið út í það
hér, hverjir hafi lagt meiri skerf til íslenskra samtímabókmennta þeir Hrafn
Gunnlaugsson og Njörður Njarðvík, sem eiga verk í ritinu, eða t.a.m. þau
Líney Jóhannesdóttir, Þorgeir Þorgeirsson, Þuríður Guðmundsdóttir, Ása
Sólveig og Birgir Svan, sem er þar að engu getið. En að sleppa Jakobínu
Sigurðardóttur, sem óvéfengjanlega er og hefur verið einn mikilsvirtasti og
besti rithöfundur þjóðarinnar um árabil, nær auðvitað engri átt, og eru
beinlínis svik við þá erlendu lesendur sem á annað borð taka þetta kynning-
arrit íslenskra samtímabókmennta alvarlega. Þetta er þeim mun óskiljan-
legra sem Sigurður A. Magnússon fer nokkrum orðum um Jakobínu í
yfirlitsgrein sinni, þar sem hann m.a. tekur fram að hún sé kvenrithöfundur
og alþýðuhöfundur. Og kann að vera að þar sé skýringin komin.
Yfirlitsgrein ritstjórans nefnist „Postwar Literature in Iceland" og er
fremst í ritinu. Er hún í mjög litlu samhengi við þá höfunda og verk sem
verið er að kynna og á eftir koma og ber þess greinilega merki að vera samin
af einhverju allt öðru tilefni. Enda er þess heiðarlega getið að hún hafi birst
áður í tímaritinu World Literature Today, og eru það að heita má einu
bókfræðilegu upplýsingarnar í þessu riti. Mikill hluti greinarinnar fer í að
fjalla um höfunda sem alls ekki eiga verk í ritinu, svo sem Stein Steinarr,
Þórberg Þórðarson og Halldór Laxness, meðan margir þeirra höfunda sem
eiga verk í ritinu koma þar aðeins fyrir í upptalningu sem nöfnin tóm eða
alls ekki.
67