Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 77
Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis Eftir Nínu Björk Árnadóttur eru alls 5 ljóð. Af þeim eru 2 úr Ungum Ijódum (1965) og 3 úr Undarlegt er að spyrja mennina (1968), en ekkert úr Börnin í garðinum (1971), Fyrir bórn ogfullorðna (1975) eða Mín vegna og þín (1977). Nýjasta verkið í ritinu og það eina sem ekki hefur birst áður á prenti er smásagan „The Song of the Reindeer" eða Söngur hreindýrsins eftir að- stoðarritstjórann Kristjönu Gunnars. Segir þar frá kvennafangelsinu á Ak- ureyri og hreindýraskytteríi íslenskra ungmenna við Keili á jólaföstu. Kristjana skrifar á ensku og hefur dvalist langdvölum í Bandaríkjunum og Kanada, og ber sagan með sér að höfundur er nokkuð ókunnugur íslenskum staðháttum. Raunar stendur þessi saga of fjarri íslenskum veruleika til þess að hún gæti birst á íslensku fyrir íslenska lesendur, sem flestir vita að hreindýraveiðar fara ekki fram á jólaföstu og allra síst á Reykjanesinu. Þar við bætist að hún er ekki með öllu laus við þá framandlegu mynd sem margir útlendingar gera sér af Islandi og því frumstæða lífi sem þar muni vera lifað. Sagan er langt frá því að vera á nokkurn hátt dæmigerð fyrir það sem verið er að skrifa á Islandi í dag, og er vandséð hvaða erindi hún á í þetta rit. Val höfunda er vitaskuld alltaf umdeilanlegt, og verður ekki farið út í það hér, hverjir hafi lagt meiri skerf til íslenskra samtímabókmennta þeir Hrafn Gunnlaugsson og Njörður Njarðvík, sem eiga verk í ritinu, eða t.a.m. þau Líney Jóhannesdóttir, Þorgeir Þorgeirsson, Þuríður Guðmundsdóttir, Ása Sólveig og Birgir Svan, sem er þar að engu getið. En að sleppa Jakobínu Sigurðardóttur, sem óvéfengjanlega er og hefur verið einn mikilsvirtasti og besti rithöfundur þjóðarinnar um árabil, nær auðvitað engri átt, og eru beinlínis svik við þá erlendu lesendur sem á annað borð taka þetta kynning- arrit íslenskra samtímabókmennta alvarlega. Þetta er þeim mun óskiljan- legra sem Sigurður A. Magnússon fer nokkrum orðum um Jakobínu í yfirlitsgrein sinni, þar sem hann m.a. tekur fram að hún sé kvenrithöfundur og alþýðuhöfundur. Og kann að vera að þar sé skýringin komin. Yfirlitsgrein ritstjórans nefnist „Postwar Literature in Iceland" og er fremst í ritinu. Er hún í mjög litlu samhengi við þá höfunda og verk sem verið er að kynna og á eftir koma og ber þess greinilega merki að vera samin af einhverju allt öðru tilefni. Enda er þess heiðarlega getið að hún hafi birst áður í tímaritinu World Literature Today, og eru það að heita má einu bókfræðilegu upplýsingarnar í þessu riti. Mikill hluti greinarinnar fer í að fjalla um höfunda sem alls ekki eiga verk í ritinu, svo sem Stein Steinarr, Þórberg Þórðarson og Halldór Laxness, meðan margir þeirra höfunda sem eiga verk í ritinu koma þar aðeins fyrir í upptalningu sem nöfnin tóm eða alls ekki. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.