Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 81
Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis sögur Thors eru „about an individual searching for his identity in a crumbling world of lost values and faded ideals . . . a man in flight, seeking his own, his real self“. Hjá karlrithöfundunum er leitast við að lýsa formi sem ekki er gert hjá kvenrithöfundunum, eins og verk eftir þær hafi aðeins innihald og ekkert form. Þannig eru t.a.m. verk þeirra Thors og Guðbergs „original", color- ful“, „mythological", „intricate and allusive", og í þeim má sjá „structure of allusions and associations“, „copious and often coarse descriptions", „a kind of microcosm“, „opulent and vivid language", „metaphorical rnotifs", „subtle system of repetitions and variadons“, „ritual pattern beneath the kaleidoscopic surface of the text“ og „exposure of the clichés". Það er því ekki að furða þótt þeir komi hvor um sig með „new impulses“, „new possibilit- ies“, og séu „both innovators in Icelandic letters“, en þær Jakobína og Svava séu bara „both skillfull and clever“. I grein Sigurðar má ennfremur finna þá kenningu að konur hafi ekki haslað sér völl í íslenskri sagnagerð fyrr en um miðjan sjöunda áratuginn. „Not until the mid-1960s did women writers enter the front ranks of Icelandic fiction“, stendur þar. Hér er ótrúlega mikið hallað réttu máli, hvort sem það heldur stafar af hreinni vanþekkingu á íslenskri bók- menntasögu eða þeim bókmenntastofnunarsjónarmiðum sem eiga erfitt með að viðurkenna það sem konur skrifa. Islenskar konur hafa verið virkar við sagnagerð allt frá síðari hluta 19. aldar, og hefur sú þróun haldist óslitið fram á þennan dag. Nefna má Torfhildi Hólm, Kristínu Sigfúsdóttur, Elinborgu Lárusdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur, Oddnýju Guðmundsdóttur, Þórunni Elfu og Guðrúnu frá Lundi, að ógleymdri Astu Sigurðardóttur, sem er einn frumlegasti rithöfundur sjötta áratugarins og ótvíræður braut- ryðjandi í íslenskri smásagnagerð. Þegar þær Jakobína og Svava koma fram um miðjan sjöunda áratuginn höfðu fáir nýir höfundar komið fram í íslenskri sagnagerð lengi, og á það bæði við um karla og konur. Sagnagerðin var með öðrum orðum í almennri kreppu, sem þær áttu ekki hvað síst þátt í að losa hana úr, með nýjum yrkisefnum og nýjum formum. Athyglisverðar kenningar um bókmenntir eftir konur koma einnig fram í viðtalinu við Guðberg Bergsson. Umræðan hefst á því að Guðbergur lýsir því yfir að honum líki vel við Selmu Lagerlöf, sem hann telur að miklu leyti gleymda. Umsvifalaust fer hann síðan að bera hana saman við eitthvað sem hann kallar „the so-called women’s libbers nowadays" og honum þykir lítið til koma. I huga spyrilsins eru þessir „women’s libbers" og kvenrithöfundar greinilega eitt og það sama, því að hún spyr hvort hann hafi þá ekki álit á kvenrithöfundum samtímans. Hann svarar, og sparar ekki alhæfingarnar: 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.